Viðskipti erlent

Brown lofar seðlabankastjórann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, er hæstánægður með seðlabankastjórann.
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, er hæstánægður með seðlabankastjórann. Mynd/ AP

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, lofar frammistöðu Mervyns King, seðlabankastjóra í Englandi vegna viðbragða hans við áfallinu í tengslum við Northern Rock bankann.

King hefur verið gagnrýndur fyrir að bregðast of seint við vandanum en Brown segir að hann hafi staðið sig frábærlega. Forsætisráðherrann sagði í samtali við BBC að seðlabankinn hefði staðið sig mjög vel í þau 10 ár sem Verkamannaflokkurinn hefur verið við völd í Bretlandi.

Rekstur Northen Rock bankans hefur verið mjög erfiður að undanförnu. Fyrir viku tóku viðskiptavinir að streyma í útibú bankans eftir að fréttir bárust af því að bankinn hafði fengið neyðarlán hjá Seðlabanka Englands vegna skorts á lausafé. Hátt í þrjú hundruð milljarðar íslenskra króna voru þá teknar út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×