Viðskipti erlent

Offita gesta ógnar Disney World

Það þykir eðlilegt að mæla hæð gesta í skemmtigörðum til að athuga hvort þeim sé óhætt í rússibananum. Nú þarf hinsvegar að vikta þá suma, allavega ef marka má fréttir frá Disney World. Offita gesta þar gæti staðið garðinum fyrir þrifum.

Skemmtigarðar Disney í Bandaríkjunum hafa lengi reynt að taka tillit til þess að bandaríska þjóðin fitnar stöðugt á hverju ári. Nú er hinsvegar mörkunum náð hvað garðarnir geta gert fyrir fituhlössin sem heimsækja þá.

Meðalþyngd Bandaríkjamanna hefur aukist um 11,5 kg frá því á sjötta áratugnum og nú eru 65% þjóðarinnar talin of feit. Og þetta kemur niður á skemmtigörðunum.

Í umfjöllun The Times um þetta vandamál er meðal annars greint frá einni vinsælustu afþreyingu Disneyland sem kallast "Small World". Um er að ræða siglingu á litlum bát á tilbúnu vatni og hefur þetta verið á boðstólum í ein 40 ár. Nú sökkva hinsvegar bátarnir oft á tíðum þar sem þeir geta ekki borið þunga gestanna.

Aðrar vinsælar afþreyingar eins og Pirates of the Carabbean, Pinocchio og Alice in Wonderland eiga einnig í erfiðleikum með að standa undir þunga þeirra sem vilja skemmta sér í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×