Viðskipti erlent

Rapparinn Jay-Z "dissar" dollarann

Nú virðist fokið í flest skjól fyrir dollarann. Fyrir viku birtum við frétt um að ofurfyrirsætan Gisele Bündchen væri hætt að taka við greiðslu fyrir vinnu sína í dollurum. Og nú berast fréttir af því að rapparinn Jay-Z „dissi" dollarann í nýjasta myndbandi sínu.

Myndbönd rappara ganga flest út á búnt af dollaraseðlum, hraðskreiða bíla, hauga af demanskreyttum skartgripum og léttklæddum fyrirsætum.

En það er önnur mynt upp á teningnum í nýjasta myndbandi Jay-Z. Þar heldur hann á búntum af 500 evra seðlum auk alls fyrrgreinds.

Fleiri hefðbundnari fjárfestar eru einnig farnir að halda framhjá dollaranum í auknum mæli. Þar má meðal annars nefna milljarðamæringinn Warren Buffett.

Það eru hinsvegar engar fregnir í gangi um hvort félagi Jay-Z, rapparinn 50 cent, hafi í hyggju að skipta um gjaldeyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×