Viðskipti erlent

Skodaverksmiðjunar flytja inn verkamenn frá Víetnam

Skoda hefur neyðst til að flytja inn verkamenn frá Víetnam í verksmiðjur sínar í Tékklandi sökum skorts á innlendur vinnuafli. Tékkar, sem og aðrar Austur-Evrópuþjóðir, leita mikið til vinnu vestur á bóginn og þetta hefur skapað skort á vinnuafli í landinu.

Skoda, sem er í eigu VW, gengur mjög vel að selja bíla sína og því er þessi skortur á vinnuafli kominn til. Skoda notar vinnumiðlun í Víetnam en starfsmenn þaðan eru taldir henta mjög vel til vinnu í bílaverksmiðjum fyrirtækisins.

Nú vinna meir en 120.000 manns í bílaiðnaðinum í Tékklandi. Margir framleiðendur hafa sett upp verksmiðjur í landinu þar sem vinnuaflið er töluvert ódýrara en í Vestur-Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×