Viðskipti erlent

Vaxtaálag hækkar sem aldrei fyrr

Libor vextir á eins mánaðar millibankalánum í evrum hafa aldrei hækkað eins mikið á milli daga eins og nú eða um 64 punkta, upp í 4,81%.

Fjallað er um málið í Vegvísi greiningar Landsbankans og þar kemur m.a. fram að í dollurum er hækkunin sú mesta í áratug eða 40 punktar, upp í 5,23%. Lán tekin í dag eru á gjalddaga eftir áramót og hefð er fyrir nokkrum hækkunum á þeim tímapunkti.

Að mati sérfræðinga er þessi hækkun meiri en svo að hún skýrist eingöngu af hefðbundinni lausafjáraukningu banka við árslok. Markaðsaðilar telja meiri líkur en áður að lánsfjárkreppa sé framundan.

Samkvæmt Bloomberg bendir mikil hækkun vaxta í framvirkum samningum til þess að lánsfjárkostnaður á alþjóðlegum fjármálamarkaði muni rjúka upp á næstu vikum.

Vextir á eins mánaða samningum í pundum hafa hækkað um 102 punkta og eru nú 7,23% eða 148 punktum yfir stýrivöxtum Englandsbanka. Í dollarasamningum er hækkunin 24 punktar eða upp í 5,49% sem er 99 punktum yfir stýrivöxtum og í evrum er hækkunin 25 punktar eða upp í 5,44%, 144 punktum yfir stýrivöxtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×