Viðskipti erlent

Súkkulaðisamráð til rannsóknar í Kanada

Samkeppniseftirlit Kanada hefur nú til rannsóknar meint verðsamráð stærstu risana á súkkulaðimarkaðinum þar í landi. Nær rannsóknin til fyrirtækjana Nestle, Cadbury, Hershey og Mars.

Kanadamenn eyða sem svarar um 130 milljörðum kr. í súkkulaði á ári hverju. Þótt rannsóknin sé enn bundin við súkkulaði segir talsmaður samkeppniseftirlitsins að aðrar tengundir af sælgæti gætu tengst rannsókninni.

Talsmaður Nestle staðfestir í samtali við BBC að starfsmenn eftirlitsins hefðu komið óvænt á aðalskrifstofu fyrirtækisins og aflað þar gagna. "Ég get því staðfest að hafin er rannsókn á öllum stærstu framleiðendum súkkulaðis í landinu," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×