Uppbygging áliðnaðar er ekki hagstjórnartæki 13. mars 2007 05:00 Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn lýst því yfir að koma ætti í veg fyrir eða fresta framkvæmdum við álver í Straumsvík og Helguvík. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær ástæður. Önnur er sú að kæla þurfi hagkerfið og koma á jafnvægi en hin varðar náttúruverndarsjónarmið. Síðarnefnda sjónarmiðið er efnislegt og málefnalegt. Ýmsir telja að ekki megi ganga á gæði náttúrunnar þótt miklir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi. Það fólk mun ekki sættast á neina málamiðlun hvað varðar nýtingu ýmissa náttúruauðlinda. Náttúran skal njóta alls vafa. Þetta er staðföst trú og sem slík getur hún ekki verið röng. Aðrir geta hins vegar verið þessu ósammála. Fyrrnefnda ástæðan stenst hins vegar alls ekki. Það er býsna sérstök hagstjórnarleið að ætla sér að stöðva uppbyggingu einnar atvinnugreinar til að koma á jafnvægi á ný. Þá mætti eins leggja til að dregið yrði úr þorskveiðum eða reynt að fækka ferðamönnum. Enn betra væri að reyna að hemja bankana enda eru þeir miklu fyrirferðarmeiri í hagkerfinu en áliðnaður. Allar þessar aðgerðir myndu hægja á hagkerfinu en líklega dytti engum það í hug. Samt vilja sumir stöðva uppbyggingu áliðnaðar í hagstjórnarskyni. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að hér ríki efnahagslegur stöðugleiki. Náist slík markmið ekki er það á þeirra ábyrgð, ekki einstakra atvinnugreina. Eigi að endurheimta nauðsynlegan stöðugleika geta ábyrg stjórnvöld ekki sett einni atvinnugrein frekar en annarri stólinn fyrir dyrnar. Áliðnaður á Íslandi getur ekki tekið að sér það hlutverk stjórnvalda. Ábyrg efnahagsstjórn felst í því að beita ríkisfjármálum og peningamálastefnu til að ná slíkum markmiðum. Til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika ættu stjórnmálamenn frekar að útlista hvernig þeir hyggjast beita hinum raunverulegu hagstjórnartækjum komist þeir til valda. Vissulega er verk að vinna að endurheimta stöðugleikann. Það er hins vegar ekki hlutverk áliðnaðar á Íslandi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn lýst því yfir að koma ætti í veg fyrir eða fresta framkvæmdum við álver í Straumsvík og Helguvík. Fyrir því hafa einkum verið nefndar tvær ástæður. Önnur er sú að kæla þurfi hagkerfið og koma á jafnvægi en hin varðar náttúruverndarsjónarmið. Síðarnefnda sjónarmiðið er efnislegt og málefnalegt. Ýmsir telja að ekki megi ganga á gæði náttúrunnar þótt miklir efnahagslegir hagsmunir séu í húfi. Það fólk mun ekki sættast á neina málamiðlun hvað varðar nýtingu ýmissa náttúruauðlinda. Náttúran skal njóta alls vafa. Þetta er staðföst trú og sem slík getur hún ekki verið röng. Aðrir geta hins vegar verið þessu ósammála. Fyrrnefnda ástæðan stenst hins vegar alls ekki. Það er býsna sérstök hagstjórnarleið að ætla sér að stöðva uppbyggingu einnar atvinnugreinar til að koma á jafnvægi á ný. Þá mætti eins leggja til að dregið yrði úr þorskveiðum eða reynt að fækka ferðamönnum. Enn betra væri að reyna að hemja bankana enda eru þeir miklu fyrirferðarmeiri í hagkerfinu en áliðnaður. Allar þessar aðgerðir myndu hægja á hagkerfinu en líklega dytti engum það í hug. Samt vilja sumir stöðva uppbyggingu áliðnaðar í hagstjórnarskyni. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að hér ríki efnahagslegur stöðugleiki. Náist slík markmið ekki er það á þeirra ábyrgð, ekki einstakra atvinnugreina. Eigi að endurheimta nauðsynlegan stöðugleika geta ábyrg stjórnvöld ekki sett einni atvinnugrein frekar en annarri stólinn fyrir dyrnar. Áliðnaður á Íslandi getur ekki tekið að sér það hlutverk stjórnvalda. Ábyrg efnahagsstjórn felst í því að beita ríkisfjármálum og peningamálastefnu til að ná slíkum markmiðum. Til að stuðla að efnahagslegum stöðugleika ættu stjórnmálamenn frekar að útlista hvernig þeir hyggjast beita hinum raunverulegu hagstjórnartækjum komist þeir til valda. Vissulega er verk að vinna að endurheimta stöðugleikann. Það er hins vegar ekki hlutverk áliðnaðar á Íslandi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun