Innlent

Skemmdir unnar á öryggisbúnaði í jarðgöngum

MYND/GVA

Unnin hafa verið nokkur spellvirki á öryggisbúnaði jarðganganna um Breiðdals- og Botnsheiði undanfarna daga. Fimm slökkvitæki hafa verið tæmd og flutt til innan ganganna og þá hefur sóðaskapur í göngunum aukist umtalsvert. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins besta.

Haft er eftir Geir Sigurðssyni, hjá Vegagerðinni, í frétt Bæjarins besta að litið sé á skemmdarverkin alvarlegum augum. Hann segir lítið hafa verið um spellvirki og sóðaskap í göngunum undanfarna mánuði en nú virðist sem skemmdarvargar hafi tekið við sér að nýju.

Þá kemur einnig fram í frétt Bæjarins besta að sóðalegt hafi verið um litast í göngunum í morgun. Búið var að rífa niður símaskrá í smæstu blaðsnifsi og dreifa um göngin.

Sjá nánar frétt BB hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×