Táknmálsbannið var valdbeiting 16. janúar 2007 05:30 Sú umfjöllun sem verið hefur að undanförnu um misnotkun á heyrnarlausum, heft aðgengi þeirra að læknisþjónustu og skort á táknmálstúlkaþjónustu hverfist öll um samskipti og þátttöku heyrnarlausra í íslensku samfélagi. Frá 1880 og fram yfir 1980 var alls staðar í heiminum lögð mikil áhersla á að heyrnarlausir yrðu að læra að tala með rödd. Í því skyni var táknmálið bannað í skólum heyrnarlausra. Táknmálsbannið var ekki sett af mannvonsku heldur þekkingarleysi. Táknmálið var ekki álitið mál og enginn kunni það nema heyrnarlausir. Afleiðingin var útilokun þeirra frá þátttöku í samfélaginu og þar með menningu og almennri menntun. Bannið leiddi til lágrar félagslegrar stöðu og kúgunar táknmálstalandi fólks hérlendis og annars staðar í heiminum. Það var líka forsenda þess að umfangsmikil misnotkun gat viðgengist hér um árabil. Staða heyrnarlausra hefur til allrar hamingju batnað á undanförnum áratugum. Táknmál hefur fengið aukna viðurkenningu. Sett hafa verið lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra þar sem er unnið að rannsóknum, kennslu táknmáls og táknmálstúlkaþjónustu er miðlað. Í sjónvarpi eru táknmálsfréttir, í skóla fyrir heyrnarlaus börn er kennt á táknmáli, boðið er upp á táknmálskennslu í framhaldsskólum, í háskólanum er kennt táknmál og túlkun og táknmálstalandi fólk á nú rétt á túlkun við flestar aðstæður. Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma er það einnig merki um framþróun að vitneskjan um misnotkun á heyrnarlausum börnum er komin fram. Táknmálstalandi fólk finnur þó ennþá fyrir áhrifum táknmálsbannsins. Það upplifir persónulega valdbeitingu í gegnum undirokun táknmálsins og að lífsmáti þess og menning sé ekki viðurkennd af þeim sem ráða. Þetta kemur m.a. fram í því að of litlu fé er varið í táknmálskennslu og túlkaþjónustu. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra getur t.a.m. ekki sinnt nema hluta af pöntunum sem berast um þjónustu. Vegna allt of lágrar gjaldskrár, sem sett hefur verið af hinu opinbera, hefur einkarekin túlkaþjónusta þurft að leggja upp laupana. Þörfin er hins vegar mjög brýn, t.d. telur geðlæknir að þolendur misnotkunar geti þurft meðferð í allt að fimm ár. Við hana þarf góða táknmálskunnáttu eða öfluga túlkaþjónustu. Til þess að ástandið breytist, þátttaka heyrnarlausra sé tryggð í samfélaginu og hægt sé að bæta fyrir það misrétti sem heyrnarlausir hafa orðið fyrir þarf fullnægjandi skilning og stuðning stjórnvalda á mikilvægi þess að fjárfesta í táknmálinu; rannsóknum, kennslu og túlkun. Umbun samfélagsins er m.a. aðgengi að mannauði táknmálssamfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Sú umfjöllun sem verið hefur að undanförnu um misnotkun á heyrnarlausum, heft aðgengi þeirra að læknisþjónustu og skort á táknmálstúlkaþjónustu hverfist öll um samskipti og þátttöku heyrnarlausra í íslensku samfélagi. Frá 1880 og fram yfir 1980 var alls staðar í heiminum lögð mikil áhersla á að heyrnarlausir yrðu að læra að tala með rödd. Í því skyni var táknmálið bannað í skólum heyrnarlausra. Táknmálsbannið var ekki sett af mannvonsku heldur þekkingarleysi. Táknmálið var ekki álitið mál og enginn kunni það nema heyrnarlausir. Afleiðingin var útilokun þeirra frá þátttöku í samfélaginu og þar með menningu og almennri menntun. Bannið leiddi til lágrar félagslegrar stöðu og kúgunar táknmálstalandi fólks hérlendis og annars staðar í heiminum. Það var líka forsenda þess að umfangsmikil misnotkun gat viðgengist hér um árabil. Staða heyrnarlausra hefur til allrar hamingju batnað á undanförnum áratugum. Táknmál hefur fengið aukna viðurkenningu. Sett hafa verið lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra þar sem er unnið að rannsóknum, kennslu táknmáls og táknmálstúlkaþjónustu er miðlað. Í sjónvarpi eru táknmálsfréttir, í skóla fyrir heyrnarlaus börn er kennt á táknmáli, boðið er upp á táknmálskennslu í framhaldsskólum, í háskólanum er kennt táknmál og túlkun og táknmálstalandi fólk á nú rétt á túlkun við flestar aðstæður. Eins kaldhæðnislegt og það kann að hljóma er það einnig merki um framþróun að vitneskjan um misnotkun á heyrnarlausum börnum er komin fram. Táknmálstalandi fólk finnur þó ennþá fyrir áhrifum táknmálsbannsins. Það upplifir persónulega valdbeitingu í gegnum undirokun táknmálsins og að lífsmáti þess og menning sé ekki viðurkennd af þeim sem ráða. Þetta kemur m.a. fram í því að of litlu fé er varið í táknmálskennslu og túlkaþjónustu. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra getur t.a.m. ekki sinnt nema hluta af pöntunum sem berast um þjónustu. Vegna allt of lágrar gjaldskrár, sem sett hefur verið af hinu opinbera, hefur einkarekin túlkaþjónusta þurft að leggja upp laupana. Þörfin er hins vegar mjög brýn, t.d. telur geðlæknir að þolendur misnotkunar geti þurft meðferð í allt að fimm ár. Við hana þarf góða táknmálskunnáttu eða öfluga túlkaþjónustu. Til þess að ástandið breytist, þátttaka heyrnarlausra sé tryggð í samfélaginu og hægt sé að bæta fyrir það misrétti sem heyrnarlausir hafa orðið fyrir þarf fullnægjandi skilning og stuðning stjórnvalda á mikilvægi þess að fjárfesta í táknmálinu; rannsóknum, kennslu og túlkun. Umbun samfélagsins er m.a. aðgengi að mannauði táknmálssamfélagsins. Höfundur er forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun