Viðskipti innlent

Hagnaður Icebank eykst um nærri 140 prósent milli ára

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank.
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank. MYND/Rósa Jóhannsdóttir

Icebank skilaði nærri 4,2 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins sem nærri 140 prósentum meiri hagnaður en á samatímabili í fyrra. Þá nam hagnaðurinn nærri 1,8 milljörðum króna.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi hafi verið tæplega 2,4 milljarðar og þá var arðsemi eigin fjár var um 64 prósent á því tímabili.

Þar segir enn fremur að fjármögnun bankans hafi gengið vel. Leitað hafi verið til erlendra banka með lánsfé í byrjun árs og fékkst meira lánsfé en óskað var eftir og á góðum kjörum. Bent er á að starfsfólki bankans hafi fjölgað um rúmlega 40 prósent á 12 mánuðum, mest í tekjuskapandi störfum.

Icebank er í eigu sparisjóða landins sem eru 21 talsins. Hann var um skeið einn af stærri  hluthöfunum í Exista en undir lok árs 2006 var fjórðungur af eignarhlut bankans seldur og fjórðungur af þeim hlut sem þá var eftir var seldur undir lok fyrsta ársfjórðungs 2007. Enn á bankinn 281 milljón hluta í Exista sem voru að verðmæti 9,7 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs.

Stefnt er að því ská Icebank í OMX-kauphöllina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×