Viðskipti erlent

Orðrómur um yfirtöku á Commerzbank

Höfuðstöðvar Commerzbank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Commerzbank í Frankfurt. MYND/Getty

Bréf Commerzbank, annars stærsta banka Þýskalands sem FL Group á hlut í, hækkuðu um 2,2 prósent í viðskiptum dagsins í dag eftir því sem segir í hálffimmfréttum Kaupþings.

Þar er vísað í fréttir Bloomberg og Financial Times um að orðrómur sé um að ítalski bankinn Intesa SanPaolo hafi í hyggju að bjóða í Commerzbank. Talsmenn bankanna vildu ekki tjá sig um orðróminn. FL Group á 4,25 prósenta hlut í Commerzbank og hafa bréf bankans hækkað um 10 prósent í þessum mánuði. Hlutur FL Group er metinn á um 74 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×