Airbus gæti þurft að færa verksmiðjur vegna dollars 24. nóvember 2007 15:34 Líkan að nýju risafarþegaþotunni A380. MYND/AFP Hratt fall Bandaríkjadollara ógnar flugvélaframleiðandanum Airbus sem mun þurfa að færa framleiðslu sína til landa þar sem dollarinn er við lýði. Þetta segir Louis Gallois framkvæmdastjóri EADS móðurfélags Airbus í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann tók einnig undir orð Tom Enders yfirmanns fyrirtækisins sem lýsti lækkandi gengi dollars sem lífshættulegu fyrir Airbus í Toulouse þar sem stórar farþegavélar eru framleiddar. „Það er augljóst að viðvarandi ógn er af stöðu dollars - ekki strax, en til lengri tíma litið," sagði Gallois þýska blaðinu Welt am Sonntag. Hann sagði að miðað við þessar forsendur væri ekki hægt að gera framtíðarplön á áreiðanlegan hátt. Airbus selur vélar sínar í dollurum en næstum helmingur kostnaðar er í Evrum. Það gerir fyrirtækið afar viðkvæmt fyrir sveiflum á milli gjaldmiðlanna tveggja. Í gær fór Evran upp í 1.4966 á móti dollar sem er hæsta gengi Evru fram að þessu. Fyrirtækið á í vandræðum við að mæta kostnaði vegna tafar á risafarþegaþotunni A380, sem hefur þrýst á uppsögn 10 þúsund manns og sölu á framleiðslunni. Endurskipulagningaráætlun fyrirtækisins er grundvölluð á því að staða dollarans sé 1.3-1.35. Airbus hefur nú þurft að endurskoða fyrirætlaðan niðurskurð á kostnaði af því að hann er ekki nægur. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hratt fall Bandaríkjadollara ógnar flugvélaframleiðandanum Airbus sem mun þurfa að færa framleiðslu sína til landa þar sem dollarinn er við lýði. Þetta segir Louis Gallois framkvæmdastjóri EADS móðurfélags Airbus í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann tók einnig undir orð Tom Enders yfirmanns fyrirtækisins sem lýsti lækkandi gengi dollars sem lífshættulegu fyrir Airbus í Toulouse þar sem stórar farþegavélar eru framleiddar. „Það er augljóst að viðvarandi ógn er af stöðu dollars - ekki strax, en til lengri tíma litið," sagði Gallois þýska blaðinu Welt am Sonntag. Hann sagði að miðað við þessar forsendur væri ekki hægt að gera framtíðarplön á áreiðanlegan hátt. Airbus selur vélar sínar í dollurum en næstum helmingur kostnaðar er í Evrum. Það gerir fyrirtækið afar viðkvæmt fyrir sveiflum á milli gjaldmiðlanna tveggja. Í gær fór Evran upp í 1.4966 á móti dollar sem er hæsta gengi Evru fram að þessu. Fyrirtækið á í vandræðum við að mæta kostnaði vegna tafar á risafarþegaþotunni A380, sem hefur þrýst á uppsögn 10 þúsund manns og sölu á framleiðslunni. Endurskipulagningaráætlun fyrirtækisins er grundvölluð á því að staða dollarans sé 1.3-1.35. Airbus hefur nú þurft að endurskoða fyrirætlaðan niðurskurð á kostnaði af því að hann er ekki nægur.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur