Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda um 25-40 prósent fyrir 2020 4. desember 2007 13:50 Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 25-40 prósent fyrir árið 2020 samkvæmt því sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra greindi frá á Alþingi í dag. Þórunn las upp minnisblað hennar og þriggja annarra ráðherra um stefnu í loftlagsmálum sem íslenska ríkisstjórnin hygðist leggja áherslu á á loftlagsráðstefnuninni í Balí sem nú stendur yfir. Þangað fer umhverfisráðherra um helgina. Fram kom í máli Þórunnar að ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna kvæði á um afdráttarlausar afleiðingar loftlagsbreytinga. Íslensk stjónvöld legðu ríka áherslu á að nýtt alþjóðlegt samkomulag fyrir öll helstu losunarríki en það samkomulag yrði til lykta leitt á fundi í Kaupmannahöfn 2009. Losun iðnríkja þyrfti að minnka um 25-40 prósent fyrir árið 2020 til þess að koma í veg fyrir það að hitastig á jörðinni hækkaði um meira en tvær gráður frá því sem það var fyrir iðnbyltingu. Að því myndi ríkisstjórn Íslands stefna. Þórunni gafst ekki tími til þess að lesa allt minnisblaðið og lauk Árni Mathiesen fjármálaráðherra við það en hann kom einnig að viðræðum ríkisstjórnarflokkanna um loftlagsmálin. Árni sagði að hafinn væri undirbúningur þess að Ísland geti nýtt sér sveigjanleikaákvæði Kyoto-bókunarinnar, sem heimila ríkjum að afla sér losunarheimilda með kaupum eða þátttöku í verkefnum erlendis, m.a. með svokallaðri loftslagsvænni þróunaraðstoð eða þátttöku fyrirtækja í verkefnum sem stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert nýtt í hugmyndum ríkisstjórnarinnar en gott væri að Ísland hygðist taka þátt í að ná sátt um nýjan loftlagssáttmála. Þá benti hann á að Íslendingar væru framarlega á sviði endurnýjanlegrar orku en þyrftu að taka sig á í neyslumálum. Sagði Ísland ekkert ætla að leggja af mörkum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væru engin fyrirheit um það hvað Ísland ætlaði að leggja af mörkum. Ísland ætlaði áfram að nýta sér sveigjanleikann og í raun ríkti stefnuleysi í málaflokknum. Minnisblaðið væri vandræðaleg tilraun til að breiða yfir það. Össsur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra benti hins vegar á að íslenska ríkisstjórnin hefði tekið undir það höfuðmarkmið að hlýnun jarðar yrði ekki meiri en tvær gráður. Sagði hann þær ákvarðanir vera nýtt ok á herðar Íslendinga og Ísland væri tilbúið að taka á sig þær skuldbindingar sem kæmu út úr viðræðum á alþjóðavettvangi. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, gagnrýndi Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra fyrir að gefa eftir í viðræðum við sjálfstæðismenn sem viljað hefðu undanþáguheimildir frá alþjóðasamningum í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra hefði þurft að éta ofan í sig áherslur sínar í umhverfismálum og hefði tapað glímunni við sjálfstæðismenn. Þórunn sakaði vinsti - græna um að fylgjast ekki með hvað væri rætt um í Balí. Málið snerist um að koma í veg fyrir tveggja gráðu hækkun á hitastigi á jörðinni og ákveðin markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Að því myndu íslensk stjórnvöld vinna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hyggst draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 25-40 prósent fyrir árið 2020 samkvæmt því sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra greindi frá á Alþingi í dag. Þórunn las upp minnisblað hennar og þriggja annarra ráðherra um stefnu í loftlagsmálum sem íslenska ríkisstjórnin hygðist leggja áherslu á á loftlagsráðstefnuninni í Balí sem nú stendur yfir. Þangað fer umhverfisráðherra um helgina. Fram kom í máli Þórunnar að ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna kvæði á um afdráttarlausar afleiðingar loftlagsbreytinga. Íslensk stjónvöld legðu ríka áherslu á að nýtt alþjóðlegt samkomulag fyrir öll helstu losunarríki en það samkomulag yrði til lykta leitt á fundi í Kaupmannahöfn 2009. Losun iðnríkja þyrfti að minnka um 25-40 prósent fyrir árið 2020 til þess að koma í veg fyrir það að hitastig á jörðinni hækkaði um meira en tvær gráður frá því sem það var fyrir iðnbyltingu. Að því myndi ríkisstjórn Íslands stefna. Þórunni gafst ekki tími til þess að lesa allt minnisblaðið og lauk Árni Mathiesen fjármálaráðherra við það en hann kom einnig að viðræðum ríkisstjórnarflokkanna um loftlagsmálin. Árni sagði að hafinn væri undirbúningur þess að Ísland geti nýtt sér sveigjanleikaákvæði Kyoto-bókunarinnar, sem heimila ríkjum að afla sér losunarheimilda með kaupum eða þátttöku í verkefnum erlendis, m.a. með svokallaðri loftslagsvænni þróunaraðstoð eða þátttöku fyrirtækja í verkefnum sem stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ekkert nýtt í hugmyndum ríkisstjórnarinnar en gott væri að Ísland hygðist taka þátt í að ná sátt um nýjan loftlagssáttmála. Þá benti hann á að Íslendingar væru framarlega á sviði endurnýjanlegrar orku en þyrftu að taka sig á í neyslumálum. Sagði Ísland ekkert ætla að leggja af mörkum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væru engin fyrirheit um það hvað Ísland ætlaði að leggja af mörkum. Ísland ætlaði áfram að nýta sér sveigjanleikann og í raun ríkti stefnuleysi í málaflokknum. Minnisblaðið væri vandræðaleg tilraun til að breiða yfir það. Össsur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra benti hins vegar á að íslenska ríkisstjórnin hefði tekið undir það höfuðmarkmið að hlýnun jarðar yrði ekki meiri en tvær gráður. Sagði hann þær ákvarðanir vera nýtt ok á herðar Íslendinga og Ísland væri tilbúið að taka á sig þær skuldbindingar sem kæmu út úr viðræðum á alþjóðavettvangi. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstri - grænna, gagnrýndi Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra fyrir að gefa eftir í viðræðum við sjálfstæðismenn sem viljað hefðu undanþáguheimildir frá alþjóðasamningum í loftlagsmálum. Umhverfisráðherra hefði þurft að éta ofan í sig áherslur sínar í umhverfismálum og hefði tapað glímunni við sjálfstæðismenn. Þórunn sakaði vinsti - græna um að fylgjast ekki með hvað væri rætt um í Balí. Málið snerist um að koma í veg fyrir tveggja gráðu hækkun á hitastigi á jörðinni og ákveðin markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Að því myndu íslensk stjórnvöld vinna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira