Innlent

Ný frumvörp boða breytingar á reglum fjármálamarkaðar

MYND/GVA

Viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn þrjú frumvörp til sem munu hafa töluverð áhrif á fjármálamarkað hér á landi nái þau fram að ganga. Þetta kemur fram Vegvísi greiningar Landsbankans. Frumvörpin fela meðal annars í sér margvíslegar breytingar á fjárfestingarráðgjöf og að fyllri ákvæði verði sett um hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja.

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að frumvörpin byggi á tilskipun Evrópusambandsins í tengslum við kauphallir, fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti.

Auk breytinganna um fyllri ákvæði stjórnarmanna fjármálafyrirtækja gera þær einnig ráð fyrir að fjárfestingarráðgjöf verði framvegis að starfsleyfisskyldri starfsemi. Þá mun opinber skráning verðbréfa verða í höndum Fjármálaeftirlitsins nái frumvörpin fram að ganga en stofnunin getur falið skipulegum verðbréfamörkuðum að annast skráningarnar.

Ennfremur er gert ráð fyrir að lögfest verði aukið gegnsæi á skipulegum verðbréfamörkuðum og ítarlegri reglur um skipulag fjármálafyrirtækja, auknar kröfur til útgefenda um birtingu reikninga og greingargerðar frá stjórn.

Sjá nánar á Vegvísi greiningar Landsbankans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×