Standa fyrir stefnumótum á Xbox Live 28. desember 2007 00:01 Örvar G. Friðriksson „Við erum aðallega að vinna í því að fá Xbox Live! til landsins, en síðan erum við með ýmislegt fleira planað fyrir næsta ár," segir Örvar G. Friðriksson, umsjónarmaður xbox360.is, vefsíðu íslenska Xbox samfélagsins. „Við ætlum til dæmis að gera vefinn notendavænni og standa fyrir stefnumótum á Xbox Live! þar sem íslenskir spilarar hittast á netinu á ákveðnum tímum til að spila saman." ÍXS, eða íslenska Xbox samfélagið, varð til þegar Örvar fór að halda úti lista yfir Íslendinga sem áttu Xbox 360 leikjatölvur. Vegna þess að netþjónustan fyrir Xbox 360 leikjatölvuna, sem heitir Xbox Live!, er ekki formlega í boði á Íslandi þurfa þeir Íslendingar sem vilja spila leiki yfir netið að skrá sig með heimili í Bretlandi eða öðru landi. Fyrir vikið getur verið erfitt að finna aðra Íslendinga til að spila við, en þar kemur listi Örvars til sögunnar. Með honum hafa íslenskir Xbox spilarar fundið aðra Íslendinga, bætt þeim á vinalistann sinn og spilað leiki við þá yfir netið. Þó væri best ef þjónustan stæði Íslendingum formlega til boða og hefur Örvar barist fyrir því í samstarfi við Tölvuvirkni, Netsamskipti og Microsoft á Íslandi. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr á árinu sem er að líða nefnir Örvar miðnæturopnanir á vegum ÍXS og BT, þar sem nýir leikir fóru í sölu á miðnætti kvöldið fyrir útgáfudaginn. „Við vorum með tvær þannig, eina þegar Halo 3 kom út og svo aðra þegar Mass Effect, Guitar Hero III og fleiri leikir komu út sama daginn. Mætingin hefur verið framar vonum, það komu rúmlega tvö hundruð manns á Halo 3 opnunina." Að lokum vill Örvar koma á framfæri þökkum til allra íslenskra Xbox spilara. „Það er kannski það besta við þetta allt saman. Ég hef aldrei áður eignast svona marga nýja og góða vini, sem ég á í persónulegum samskiptum við dagsdaglega, og í gegnum Xbox Live!" Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
„Við erum aðallega að vinna í því að fá Xbox Live! til landsins, en síðan erum við með ýmislegt fleira planað fyrir næsta ár," segir Örvar G. Friðriksson, umsjónarmaður xbox360.is, vefsíðu íslenska Xbox samfélagsins. „Við ætlum til dæmis að gera vefinn notendavænni og standa fyrir stefnumótum á Xbox Live! þar sem íslenskir spilarar hittast á netinu á ákveðnum tímum til að spila saman." ÍXS, eða íslenska Xbox samfélagið, varð til þegar Örvar fór að halda úti lista yfir Íslendinga sem áttu Xbox 360 leikjatölvur. Vegna þess að netþjónustan fyrir Xbox 360 leikjatölvuna, sem heitir Xbox Live!, er ekki formlega í boði á Íslandi þurfa þeir Íslendingar sem vilja spila leiki yfir netið að skrá sig með heimili í Bretlandi eða öðru landi. Fyrir vikið getur verið erfitt að finna aðra Íslendinga til að spila við, en þar kemur listi Örvars til sögunnar. Með honum hafa íslenskir Xbox spilarar fundið aðra Íslendinga, bætt þeim á vinalistann sinn og spilað leiki við þá yfir netið. Þó væri best ef þjónustan stæði Íslendingum formlega til boða og hefur Örvar barist fyrir því í samstarfi við Tölvuvirkni, Netsamskipti og Microsoft á Íslandi. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr á árinu sem er að líða nefnir Örvar miðnæturopnanir á vegum ÍXS og BT, þar sem nýir leikir fóru í sölu á miðnætti kvöldið fyrir útgáfudaginn. „Við vorum með tvær þannig, eina þegar Halo 3 kom út og svo aðra þegar Mass Effect, Guitar Hero III og fleiri leikir komu út sama daginn. Mætingin hefur verið framar vonum, það komu rúmlega tvö hundruð manns á Halo 3 opnunina." Að lokum vill Örvar koma á framfæri þökkum til allra íslenskra Xbox spilara. „Það er kannski það besta við þetta allt saman. Ég hef aldrei áður eignast svona marga nýja og góða vini, sem ég á í persónulegum samskiptum við dagsdaglega, og í gegnum Xbox Live!"
Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira