Handbolti

Kiel valtaði yfir Dusseldorf

Ógnarsterkt lið Kiel var ekki í vandræðum með Dusseldorf í kvöld og vann seinni hálfleikinn 20-6
Ógnarsterkt lið Kiel var ekki í vandræðum með Dusseldorf í kvöld og vann seinni hálfleikinn 20-6 NordicPhotos/GettyImages

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Topplið Kiel valtaði yfir Dusseldorf 39-17, Nordhorn vann góðan sigur á Flensburg 29-25, Kronau/Östringen lagði Melsungen 28-22 og Hamburg lagði Magdeburg 33-26.

Kiel er í efsta sæti með 46 stig, Hamburg hefur 44 í öðru sætinu og Íslendingalið Gummersbach hefur 40 stig í þriðja sæti og á leik til góða gegn Lubbecke annað kvöld. Magdeburg hefur sömuleiðis 40 stig í fjórða sætinu og Flensburg er í fimmta með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×