Viðskipti erlent

Gengi SAS-hlutabréfa lækkar vegna Dash-véla

MYND/AP

Gengi hlutabréfa SAS-flugfélagsins hefur lækkað um nærri 5% á mörkuðum í morgun og er það rakið til nauðlendingar Dash 8 vélarinnar í Kaupmannahöfn á laugardag.

Í kjölfarið tilkynnti SAS að vélar af þessari gerð yrðu teknar úr notkun hjá félaginu. Óljóst er hve mikill kostnaður mun fylgja því að taka vélarnar úr notkun, menn eru þó vissir um að það verði félaginu dýrt og hafa því fjárfestar losað hluti sína í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×