Viðskipti erlent

Ofurfyrirsæta hafnar dollaranum

Dollarinn á ekki góða daga í augnablikinu og nú hefur ofurfyrirsætan Gisele Bündchen bæst í hóp þeirra sem hafna dollaranum. Gisele er hætt að taka við greiðslum í dollurum fyrir vinnu sína.

Sjálf segir Gisele að hún þiggi greiðslu í nær öllum öðrum gjaldmiðli en dollurum en kýs helst að fá borgað í evrum. Og systir hennar, Patricia, sem jafnframt er umboðsmaður Gisele segir í samtali við Blomberg að samningar héðan í frá eru áhugaverðari ef evran er í boði..."því við vitum ekki á hvaða leið dollarinn er," eins og hún orðar það.

Gisele, sem kemur frá Brasilíu, er tekjuhæsta ofurfyrirsæta heims í dag og var þar til nýlega í sambandi við leikarann Leonardo DiCaprio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×