Lífið

Sienna Miller komin á fast

Parið við tökur á myndinni ,,The edge of love"
Parið við tökur á myndinni ,,The edge of love"
Leikkonan Sienna Miller virðist loksins vera búin að finna draumaprinsinn. Sá heppni er leikarinn Matthew Rhys og kynntist parið við tökur á myndinni ,,The edge of love". Að sögn breska blaðsins The Sun vann Keira Knightley, vinkona Miller, að því hörðum höndum að koma parinu saman. Þau fóru svo á fyrsta stefnumótið í Maí, eftir að hún hætti með fyrisætunni James Burke.

Miller hefur verið orðuð við fjölda manna eftir að hún losaði sig við Jude Law í fyrra, eftir að hann gerðist sekur um að lúlla hjá barnapíunni sinni. Sú hegðun mætti litlum skilningi hjá Miller, sem brást við því með því að sofa hjá Daniel Craig, núverandi James Bond, og þáverandi vini Law. Law hefur reyndar ekki setið auðum höndum heldur, og hefur meðal annars verið kenndur við Höllu Vilhjálmsdóttur leikkonu.

Þrálátur orðrómur hefur verið um að Miller og rapparinn P. Diddy séu saman, og hefur henni meðal annars verið eignaður heiðurinn af skilnaði rapparans og Kim Porter, eiginkonu hans til margra ára. Þau halda því hinsvegar bæði fram að þau séu bara vinir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.