Keops tvöfaldar stærð Stoða 30. júní 2007 02:45 Skarphéðinn Bergsteinarsson Fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram yfirtökutilboð í danska fasteignafélagið Keops og bjóða hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. „Það sem menn fá með að gera þetta er félag sem er tvöfalt það sem Stoðir eru í dag,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. „Ef þetta gengur eftir verða Stoðir í hópi stærstu fasteignafélaga Norðurlanda og það er svigrúm til frekari fjárfestinga.“ Miðað við tilboðsgengið 24 danskar krónur á hlut nemur virði Keops um 49 milljarða króna. Stoðir eru metnar á 37 milljarða í þessum viðskiptum. Tilboðið er háð því að Stoðir eignist níutíu prósent í Keops. Fyrir skemmstu urðu miklar skipulagsbreytingar á Stoðum sem fólu í sér að félagið hefur tekið stefnuna á hlutabréfamarkað á næstu tólf mánuðum og jafnframt var ákveðið að auka eigið fé þess um fjörutíu milljarða króna. „Hugmyndin var að bæta við eigið fé og stækka félagið. Þá kom þessi hugmynd til skoðunar,“ segir Skarphéðinn Berg. Tveir stærstu hluthafar Keops, Fons, sem fer með 31,8 prósenta hlut, og Baugur Group, sem á um 20,3 prósent, hafa tekið tilboði Stoða gegn greiðslu hlutafjár. Baugur er aukinheldur stærsti hluthafinn í Stoðum með 38 prósent. Gangi tilboðið eftir er það ætlun Stoða að taka Keops af markaði. Þá er ákvæði um það að Keops sé heimilt að greiða út eins háan arð til Stoða og dönsk lög leyfa. Í tilboðinu eru einnig ákvæði um að Keops hafi heimild til að selja dótturfélagið Keops Development A/S til fjárfestingararms í eigu Fons og Baugs. Skarphéðinn segir að félagið sé í fasteignaþróun sem tengist ekki kjarnastarfsemi Keops, það er fasteignaútleigu til langs tíma. Kaupverðið miðast við 225 milljónir danskra króna, jafnvirði um 2,5 milljarða króna. Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram yfirtökutilboð í danska fasteignafélagið Keops og bjóða hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. „Það sem menn fá með að gera þetta er félag sem er tvöfalt það sem Stoðir eru í dag,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. „Ef þetta gengur eftir verða Stoðir í hópi stærstu fasteignafélaga Norðurlanda og það er svigrúm til frekari fjárfestinga.“ Miðað við tilboðsgengið 24 danskar krónur á hlut nemur virði Keops um 49 milljarða króna. Stoðir eru metnar á 37 milljarða í þessum viðskiptum. Tilboðið er háð því að Stoðir eignist níutíu prósent í Keops. Fyrir skemmstu urðu miklar skipulagsbreytingar á Stoðum sem fólu í sér að félagið hefur tekið stefnuna á hlutabréfamarkað á næstu tólf mánuðum og jafnframt var ákveðið að auka eigið fé þess um fjörutíu milljarða króna. „Hugmyndin var að bæta við eigið fé og stækka félagið. Þá kom þessi hugmynd til skoðunar,“ segir Skarphéðinn Berg. Tveir stærstu hluthafar Keops, Fons, sem fer með 31,8 prósenta hlut, og Baugur Group, sem á um 20,3 prósent, hafa tekið tilboði Stoða gegn greiðslu hlutafjár. Baugur er aukinheldur stærsti hluthafinn í Stoðum með 38 prósent. Gangi tilboðið eftir er það ætlun Stoða að taka Keops af markaði. Þá er ákvæði um það að Keops sé heimilt að greiða út eins háan arð til Stoða og dönsk lög leyfa. Í tilboðinu eru einnig ákvæði um að Keops hafi heimild til að selja dótturfélagið Keops Development A/S til fjárfestingararms í eigu Fons og Baugs. Skarphéðinn segir að félagið sé í fasteignaþróun sem tengist ekki kjarnastarfsemi Keops, það er fasteignaútleigu til langs tíma. Kaupverðið miðast við 225 milljónir danskra króna, jafnvirði um 2,5 milljarða króna.
Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira