Viðskipti innlent

Exista undir útboðsgengi

Fimm félög hafa lækkað í Kauphöllinni það sem af er degi og eitt hefur hækkað. Úrvalsvísitalan hefur því lækkað, um 0,94 prósent og stendur hún nú í 6.262,33 stigum.

SPRON hefur lækkað mest í dag, um 3,61 prósent en Exista fylgir í kjölfarið og fer niður um 3,52 prósent. Gengi Exista er nú í 20,55 en útboðsgengi félagsins í september 2006 var 21,5.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×