Hefðir og esperanto 1. júní 2007 06:00 Talnakerfi það, sem börnum er kennt strax á fyrstu árum skólagöngunnar, er ekki eins gamalt og ætla mætti. Alkunna er, að það er frá aröbum komið. Það var því þekkt meðal margra menntaðra Evrópubúa um miðja 13. öld, en þó var tveimur öldum síðar ekki búið að taka það í almenna notkun í þessum löndum. Ekki veit ég, hvernig grískir stærðfræðingar rituðu fjöldatákn [heilar tölur], en rómversku tölurnar voru svo notaðar áfram öldum saman, og enn í dag komast skólabörn ekki hjá því að þekkja táknin fyrir þær lægstu þeirra. Einfaldur reikningur er þó ekki lengur iðkaður með þeim, en svo seint sem árið 1299 var þess krafist í ýmsum borgum á Ítalíu, að viðskipti væru færð með rómverskum tölum (en ekki arabískum) og í Þýskalandi eru til dæmi um svipaðar kröfur eftir aldamótin 1500. Erfitt hefur verið, að nota rómversku tölurnar til reiknings. Það var þó gert og ótrúlega lengi amaðist kaþólska kirkjan við notkun arabískrar talnaritunar. Já, svona erfitt getur það verið að breyta hefðum! og fordómarnir leynast víða. Því skyldi engan undra að tilkoma nýs tungumáls framkalli andstöðu hjá unnendum þjóðtungnanna og það jafnvel þó að þetta nýja tungumál ógni ekki neinni þjóðtungu, heldur hafi það eitt að markmiði að draga úr því oki, sem nemendur í skólum margra landa hafa af námi of margra erlendra (og erfiðra) tungumála. Já, það er erfitt að breyta hefðum, en nauðsynlegt og mikilvægt er að gefast ekki of fljótt upp. Í rúma öld hefur hópur manna barist fyrir kynningu tungumálsins ESPERANTO, sem hefur ótvíræða yfirburði yfir öll önnur tungumál, en á þó í erfiðleikum með að fá lágmarkskynningu í skólakerfi okkar. Til sannindamerkis um þær hindranir, sem lagðar eru í götu þess, vil ég hér aðeins nefna eftirfarandi staðreynd. Fyrir u.þ.b. hálfum áratug var svokallað „Ár tungumálanna“ haldið hátíðlegt með kynningum og fyrirlestrum um þjóðtungur heimsins, og þar á meðal var nokkuð um svokölluð örnámskeið (þ.e. einnar kennslustundar fyrirlestra um ákveðin tungumál). Hver þau mál voru, sem fengu umfjöllun í örnámskeiðum man ég ekki, en ósk um að esperanto fengi slíka kynningu var hafnað með þeim rökum, að slík kynning væri bara fyrir þjóðtungur! Vel er þess gætt, að hugmyndin um að létta megi tungumálafárinu eftir öðrum leiðum en með innleiðslu enskunnar, nái ekki að komast í hámæli. Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Talnakerfi það, sem börnum er kennt strax á fyrstu árum skólagöngunnar, er ekki eins gamalt og ætla mætti. Alkunna er, að það er frá aröbum komið. Það var því þekkt meðal margra menntaðra Evrópubúa um miðja 13. öld, en þó var tveimur öldum síðar ekki búið að taka það í almenna notkun í þessum löndum. Ekki veit ég, hvernig grískir stærðfræðingar rituðu fjöldatákn [heilar tölur], en rómversku tölurnar voru svo notaðar áfram öldum saman, og enn í dag komast skólabörn ekki hjá því að þekkja táknin fyrir þær lægstu þeirra. Einfaldur reikningur er þó ekki lengur iðkaður með þeim, en svo seint sem árið 1299 var þess krafist í ýmsum borgum á Ítalíu, að viðskipti væru færð með rómverskum tölum (en ekki arabískum) og í Þýskalandi eru til dæmi um svipaðar kröfur eftir aldamótin 1500. Erfitt hefur verið, að nota rómversku tölurnar til reiknings. Það var þó gert og ótrúlega lengi amaðist kaþólska kirkjan við notkun arabískrar talnaritunar. Já, svona erfitt getur það verið að breyta hefðum! og fordómarnir leynast víða. Því skyldi engan undra að tilkoma nýs tungumáls framkalli andstöðu hjá unnendum þjóðtungnanna og það jafnvel þó að þetta nýja tungumál ógni ekki neinni þjóðtungu, heldur hafi það eitt að markmiði að draga úr því oki, sem nemendur í skólum margra landa hafa af námi of margra erlendra (og erfiðra) tungumála. Já, það er erfitt að breyta hefðum, en nauðsynlegt og mikilvægt er að gefast ekki of fljótt upp. Í rúma öld hefur hópur manna barist fyrir kynningu tungumálsins ESPERANTO, sem hefur ótvíræða yfirburði yfir öll önnur tungumál, en á þó í erfiðleikum með að fá lágmarkskynningu í skólakerfi okkar. Til sannindamerkis um þær hindranir, sem lagðar eru í götu þess, vil ég hér aðeins nefna eftirfarandi staðreynd. Fyrir u.þ.b. hálfum áratug var svokallað „Ár tungumálanna“ haldið hátíðlegt með kynningum og fyrirlestrum um þjóðtungur heimsins, og þar á meðal var nokkuð um svokölluð örnámskeið (þ.e. einnar kennslustundar fyrirlestra um ákveðin tungumál). Hver þau mál voru, sem fengu umfjöllun í örnámskeiðum man ég ekki, en ósk um að esperanto fengi slíka kynningu var hafnað með þeim rökum, að slík kynning væri bara fyrir þjóðtungur! Vel er þess gætt, að hugmyndin um að létta megi tungumálafárinu eftir öðrum leiðum en með innleiðslu enskunnar, nái ekki að komast í hámæli. Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun