Hefðir og esperanto 1. júní 2007 06:00 Talnakerfi það, sem börnum er kennt strax á fyrstu árum skólagöngunnar, er ekki eins gamalt og ætla mætti. Alkunna er, að það er frá aröbum komið. Það var því þekkt meðal margra menntaðra Evrópubúa um miðja 13. öld, en þó var tveimur öldum síðar ekki búið að taka það í almenna notkun í þessum löndum. Ekki veit ég, hvernig grískir stærðfræðingar rituðu fjöldatákn [heilar tölur], en rómversku tölurnar voru svo notaðar áfram öldum saman, og enn í dag komast skólabörn ekki hjá því að þekkja táknin fyrir þær lægstu þeirra. Einfaldur reikningur er þó ekki lengur iðkaður með þeim, en svo seint sem árið 1299 var þess krafist í ýmsum borgum á Ítalíu, að viðskipti væru færð með rómverskum tölum (en ekki arabískum) og í Þýskalandi eru til dæmi um svipaðar kröfur eftir aldamótin 1500. Erfitt hefur verið, að nota rómversku tölurnar til reiknings. Það var þó gert og ótrúlega lengi amaðist kaþólska kirkjan við notkun arabískrar talnaritunar. Já, svona erfitt getur það verið að breyta hefðum! og fordómarnir leynast víða. Því skyldi engan undra að tilkoma nýs tungumáls framkalli andstöðu hjá unnendum þjóðtungnanna og það jafnvel þó að þetta nýja tungumál ógni ekki neinni þjóðtungu, heldur hafi það eitt að markmiði að draga úr því oki, sem nemendur í skólum margra landa hafa af námi of margra erlendra (og erfiðra) tungumála. Já, það er erfitt að breyta hefðum, en nauðsynlegt og mikilvægt er að gefast ekki of fljótt upp. Í rúma öld hefur hópur manna barist fyrir kynningu tungumálsins ESPERANTO, sem hefur ótvíræða yfirburði yfir öll önnur tungumál, en á þó í erfiðleikum með að fá lágmarkskynningu í skólakerfi okkar. Til sannindamerkis um þær hindranir, sem lagðar eru í götu þess, vil ég hér aðeins nefna eftirfarandi staðreynd. Fyrir u.þ.b. hálfum áratug var svokallað „Ár tungumálanna“ haldið hátíðlegt með kynningum og fyrirlestrum um þjóðtungur heimsins, og þar á meðal var nokkuð um svokölluð örnámskeið (þ.e. einnar kennslustundar fyrirlestra um ákveðin tungumál). Hver þau mál voru, sem fengu umfjöllun í örnámskeiðum man ég ekki, en ósk um að esperanto fengi slíka kynningu var hafnað með þeim rökum, að slík kynning væri bara fyrir þjóðtungur! Vel er þess gætt, að hugmyndin um að létta megi tungumálafárinu eftir öðrum leiðum en með innleiðslu enskunnar, nái ekki að komast í hámæli. Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Talnakerfi það, sem börnum er kennt strax á fyrstu árum skólagöngunnar, er ekki eins gamalt og ætla mætti. Alkunna er, að það er frá aröbum komið. Það var því þekkt meðal margra menntaðra Evrópubúa um miðja 13. öld, en þó var tveimur öldum síðar ekki búið að taka það í almenna notkun í þessum löndum. Ekki veit ég, hvernig grískir stærðfræðingar rituðu fjöldatákn [heilar tölur], en rómversku tölurnar voru svo notaðar áfram öldum saman, og enn í dag komast skólabörn ekki hjá því að þekkja táknin fyrir þær lægstu þeirra. Einfaldur reikningur er þó ekki lengur iðkaður með þeim, en svo seint sem árið 1299 var þess krafist í ýmsum borgum á Ítalíu, að viðskipti væru færð með rómverskum tölum (en ekki arabískum) og í Þýskalandi eru til dæmi um svipaðar kröfur eftir aldamótin 1500. Erfitt hefur verið, að nota rómversku tölurnar til reiknings. Það var þó gert og ótrúlega lengi amaðist kaþólska kirkjan við notkun arabískrar talnaritunar. Já, svona erfitt getur það verið að breyta hefðum! og fordómarnir leynast víða. Því skyldi engan undra að tilkoma nýs tungumáls framkalli andstöðu hjá unnendum þjóðtungnanna og það jafnvel þó að þetta nýja tungumál ógni ekki neinni þjóðtungu, heldur hafi það eitt að markmiði að draga úr því oki, sem nemendur í skólum margra landa hafa af námi of margra erlendra (og erfiðra) tungumála. Já, það er erfitt að breyta hefðum, en nauðsynlegt og mikilvægt er að gefast ekki of fljótt upp. Í rúma öld hefur hópur manna barist fyrir kynningu tungumálsins ESPERANTO, sem hefur ótvíræða yfirburði yfir öll önnur tungumál, en á þó í erfiðleikum með að fá lágmarkskynningu í skólakerfi okkar. Til sannindamerkis um þær hindranir, sem lagðar eru í götu þess, vil ég hér aðeins nefna eftirfarandi staðreynd. Fyrir u.þ.b. hálfum áratug var svokallað „Ár tungumálanna“ haldið hátíðlegt með kynningum og fyrirlestrum um þjóðtungur heimsins, og þar á meðal var nokkuð um svokölluð örnámskeið (þ.e. einnar kennslustundar fyrirlestra um ákveðin tungumál). Hver þau mál voru, sem fengu umfjöllun í örnámskeiðum man ég ekki, en ósk um að esperanto fengi slíka kynningu var hafnað með þeim rökum, að slík kynning væri bara fyrir þjóðtungur! Vel er þess gætt, að hugmyndin um að létta megi tungumálafárinu eftir öðrum leiðum en með innleiðslu enskunnar, nái ekki að komast í hámæli. Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun