Viðskipti innlent

Vodafone kaupir símaþjónustu Fjölnets

Gestur G. Gestsson frá Vodafone og Snorri Styrkársson frá Fjölneti handsala samninginn.
Gestur G. Gestsson frá Vodafone og Snorri Styrkársson frá Fjölneti handsala samninginn.

Vodafone kaupir símaþjónustu fyrirtækisins Fjölnets á Sauðárkróki samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið á milli félaganna. Um er að ræða allan tækjabúnað sem tengist símrekstri Fjölnets auk þess sem Vodafone mun yfirtaka fyrirliggjandi viðskiptasamninga um símþjónustu.

Þannig mun Vodafone þjónusta Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess, Sparisjóð Skagafjarðar, Sveitarfélagið Skagafjörð, Byggðastofnun, og ýmsa fleiri aðila. Fjölnet var stofnað árið 1999 með það að markmiði að reka háhraðagagnaflutningsnet í Skagafirði og veita netsamband, IP-símaþjónustu og dreifa sjónvarpsmerkjum. Auk þess rekur félagið kerfisveitu fyrir fyrirtæki og stofnanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×