Viðskipti erlent

Google skilar 65 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi

MYND/AP

Bandaríska netfyrirtækið Google skilaði eins milljarðs dollara hagnaði, jafnvirði um 65 milljarða, á fyrsta ársfjórðungi ársins. Jókst hagnaðurinn um nærri sjötíu prósent milli ára með þessu.

Þá námu tekjur fyrirtækisins nærri 240 milljörðum króna á ársfjórðungnum og jukust um nærri tvo þriðju frá fyrra ári. Stjórnarformaður Google, Eric Schmidt, sagði forsvarsmenn þess í skýjunum yfir niðurstöðunni, vöxtur fyrirtækisins hefði verið góður í Bandaríkjunum en jafnvel enn betri utan þeirra.

Tekjur fyrirtækisins komu að miklu leyti frá auglýsingasölu á leitarvél Google, en nærri helmingur þeirra tekna varð til utan Bandaríkjanna. Hlutabréf í Google hækkuðu um rúmlega þrjú prósent eftir að tilkynnt var um afkomuna á fyrsta árstjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×