Innlent

Erfðabreytileikar sem auka hættu á brjóstakrabbameini uppgötvaðir

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðilar þeirra hafa uppgötvað tvo nýja erfðabreytileika, sem auka áhættu á brjóstakrabbameini hjá konum af evrópskum uppruna. Þessi uppgötvun verður væntanlega notuð til að þróa öruggari greiningaraðferðir en þekkst hafa hingað til.

 

Greint er frá þessu í netútgáfu Nature Genetics. Þessir erfðabreytileikar eru mun algengari en þeir tveir, sem nú er skimað eftir við krabbameinsskoðun, en ekki eins hættulegir.

 

Þá gætu frekari rannsóknir varpað ljósi á áhrif umhverfisþátta svo hægt verði að vara fólk í áhættuhópum við ákveðnum umhverfisþáttum eða beina fólki úr óæskilegu umhverfi í æskilegt umhverfi, með tilliti til þessa. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ef rétt verði á haldið geti þetta haft töluverð áhrif á lýðheilsu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×