Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic 14. ágúst 2007 15:44 Richard Branson með líkan af einni af vélum Virgin Airlines. Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. Á meðal þess sem Branson tínir til eru hátt eldsneytisverð, skattahækkanir í Bretlandi og hátt öryggisstig á Heathrow en hann segir það hafa komið illa niður á pyngju samstæðunnar. Þá tapaði Virgin Nigeria Airways 40,8 milljónum punda á árinu en Virgin-samstæðan á 49 prósenta hlut í félaginu. Ef ekki hefði komið til taprekstrar hjá afríska flugfélaginu hefði hagnaður Virgin Atlantic numið 46,8 milljónum punda, að sögn breska blaðsins Financial Times. „Hagnaðurinn hjá okkur hefði verið mun hærri ef ekki hefði komið til óþolandi ytri skilyrði á borð við hækkandi olíuverð og mikinn öryggisviðbúnað á Heathrow í fyrra," segir Branson en leggur áherslu á að hátt stýrivaxtastig í Bretlandi hafi komið illa við rekstur fyrirtækisins.Velta Virgin nam 2,14 milljörðum punda á tímabilinu, sem er 13 prósenta aukning á milli ára og metafkoma í sögu félagsins. Þá flaug 5,1 milljón farþega með vélum Virgin sem er 10,5 prósenta aukning á milli ára. Nýjar flugleiðir félagsins eiga þar hlut að máli, að sögn Financial Times.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira