Úr verkfræði í ræðismennsku 24. janúar 2007 05:15 María Priscilla Zanoria. María starfaði hjá verkfræðistofunni Fjarhitun í tuttugu og fimm ár. Hún hætti að vinna um fimmtugt og undirbýr nú opnun filippseyskrar ræðisskrifstofu á Íslandi. MYND/GVA Margt hefur breyst á Íslandi á þeim tuttugu og átta árum sem María Priscilla Zanoria hefur verið búsett á Íslandi. Árið 1979 kom hún hingað til lands, þá 24 ára gömul. Fyrir voru fjórir Filippseyingar á Íslandi. Hún minnist þess sérstaklega að margt eldra fólk virtist aldrei hafa séð dökka manneskju áður og varð því oftar en ekki starsýnt á hana. „Ég gleymi því aldrei þegar ég gekk í fyrsta sinn niður Laugaveginn. Ég man eftir konu sem stóð við gluggann sinn, gægðist yfir gardínuna og starði á mig.“ Hún lét ekki störuna á sig fá og veifaði brosandi gömlu konunni, sem var fljót að hverfa bak við gluggatjöldin. Eins og á Íslandi hafa orðið miklar þjóðfélagsbreytingar á Filippseyjum frá þeim tíma er Priscilla fór þaðan. Þá var einræðisherrann Ferdinand Marcos við völd og spilling allsráðandi. Almenningur reis upp gegn honum sjö árum síðar, árið 1986, eftir tuttugu ára valdasetu. Ein frægasta táknmynd spillingarinnar var þegar konungshöllin var opnuð almenningi og í ljós kom að eiginkona hans, Ímelda, átti hvorki fleiri né færri en þrjú þúsund skópör. Andrúmsloftið í landinu var óstöðugt eftir að Marcos fór frá völdum en Priscilla segir það hafa batnað til muna. Hún hefur mikla trú á núverandi forseta landsins, Gloriu Macapagal-Arroyo. „Hún er gáfuð, sterk og ákveðin kona sem hefur góða framkomu. Hún hefur verið dugleg við að kynna Filippseyjar fyrir öðrum þjóðum og þá möguleika sem eru þar í boði.“Opnaði verslun með filippseysk matvæliPriscilla er verkfræðingur og var við störf sem slíkur í MERALCO-orkuverinu í Manila, höfuðborg Filippseyja, þegar hún kynntist eiginmanni sínum sem er íslenskur. „Ég var í góðu starfi með mjög góðar tekjur og langaði satt best að segja ekki að flytja til Íslands. Ég ákvað nú samt að prófa að koma.“ Þrátt fyrir mannfæðina og kuldann líkaði henni vel og innan tveggja mánaða var hún farin að vinna hjá verkfræðistofunni Fjarhitun. Fyrst um sinn, á meðan hún var að læra íslensku, vann hún sem tækniteiknari. Síðar bætti hún við sig 23 einingum í verkfræðideild Háskóla Íslands og kom svo aftur til starfa hjá Fjarhitun, þar sem hún sá meðal annars um að setja upp landupplýsingakerfi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Priscilla lærði fljótt að meta íslenska matargerð en saknaði þó hinnar filippseysku. Árið 1996 ákvað hún því að taka málin í sínar hendur sjálf, tryggði sér húsnæði á Hverfisgötu 98 og opnaði stuttu síðar sína eigin verslun. Hún fékk að sjálfsögðu nafnið Filippseyjar og hefur fyrir löngu öðlast fastan sess hjá þeim sem vilja komast í asískt hráefni.Ræðisskrifstofa opnuð innan skammsPriscilla starfaði hjá Fjarhitun frá árinu 1980 fram til ársins 2004. Þá fannst henni tími til kominn að breyta til og sinna eigin hugðarefnum. Hún hafði lengi barist fyrir opnun filippseyskrar ræðisskrifstofu hér á landi og sótti fyrst um leyfi til þess árið 1988. Þá fékk hún þau svör að hér væru of fáir Filippseyingar. Því vandamáli er ekki fyrir að fara lengur. Í dag búa 1.317 manns sem fæddir eru á Filippseyjum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Nú hefur leyfið fengist og Priscilla mun á næstu dögum taka upp ræðismannstitilinn.Auk aðstoðar við Filippseyinga af ýmsu tagi munu þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að stunda viðskipti á Filippseyjum geta leitað þangað eftir aðstoð. Nokkur viðskipti eru þegar milli landanna. Upplýsingar frá Hagstofunni sýna að fyrstu ellefu mánuðina í fyrra voru fluttar hingað til lands vörur fyrir 96,9 milljónir króna frá Filippseyjum. Mestmegnis er um að ræða matvæli, fatnað og raftæki. Priscilla telur að mun fleiri tækifæri en þessi leynist í viðskiptum milli landanna. „Það eru mjög mikil tækifæri fyrir Íslendinga að fjárfesta á Filippseyjum,“ segir Priscilla. „Filippseyingar eru heiðarlegir og góðir vinnukraftar. Þar að auki er svo auðvelt að stunda viðskipti þar. Annað opinbert tungumál eyjanna er enska og því er ekki um neina tungumálaörðugleika að ræða. Það greiðir mjög fyrir öllum viðskiptum.“ Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Margt hefur breyst á Íslandi á þeim tuttugu og átta árum sem María Priscilla Zanoria hefur verið búsett á Íslandi. Árið 1979 kom hún hingað til lands, þá 24 ára gömul. Fyrir voru fjórir Filippseyingar á Íslandi. Hún minnist þess sérstaklega að margt eldra fólk virtist aldrei hafa séð dökka manneskju áður og varð því oftar en ekki starsýnt á hana. „Ég gleymi því aldrei þegar ég gekk í fyrsta sinn niður Laugaveginn. Ég man eftir konu sem stóð við gluggann sinn, gægðist yfir gardínuna og starði á mig.“ Hún lét ekki störuna á sig fá og veifaði brosandi gömlu konunni, sem var fljót að hverfa bak við gluggatjöldin. Eins og á Íslandi hafa orðið miklar þjóðfélagsbreytingar á Filippseyjum frá þeim tíma er Priscilla fór þaðan. Þá var einræðisherrann Ferdinand Marcos við völd og spilling allsráðandi. Almenningur reis upp gegn honum sjö árum síðar, árið 1986, eftir tuttugu ára valdasetu. Ein frægasta táknmynd spillingarinnar var þegar konungshöllin var opnuð almenningi og í ljós kom að eiginkona hans, Ímelda, átti hvorki fleiri né færri en þrjú þúsund skópör. Andrúmsloftið í landinu var óstöðugt eftir að Marcos fór frá völdum en Priscilla segir það hafa batnað til muna. Hún hefur mikla trú á núverandi forseta landsins, Gloriu Macapagal-Arroyo. „Hún er gáfuð, sterk og ákveðin kona sem hefur góða framkomu. Hún hefur verið dugleg við að kynna Filippseyjar fyrir öðrum þjóðum og þá möguleika sem eru þar í boði.“Opnaði verslun með filippseysk matvæliPriscilla er verkfræðingur og var við störf sem slíkur í MERALCO-orkuverinu í Manila, höfuðborg Filippseyja, þegar hún kynntist eiginmanni sínum sem er íslenskur. „Ég var í góðu starfi með mjög góðar tekjur og langaði satt best að segja ekki að flytja til Íslands. Ég ákvað nú samt að prófa að koma.“ Þrátt fyrir mannfæðina og kuldann líkaði henni vel og innan tveggja mánaða var hún farin að vinna hjá verkfræðistofunni Fjarhitun. Fyrst um sinn, á meðan hún var að læra íslensku, vann hún sem tækniteiknari. Síðar bætti hún við sig 23 einingum í verkfræðideild Háskóla Íslands og kom svo aftur til starfa hjá Fjarhitun, þar sem hún sá meðal annars um að setja upp landupplýsingakerfi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Priscilla lærði fljótt að meta íslenska matargerð en saknaði þó hinnar filippseysku. Árið 1996 ákvað hún því að taka málin í sínar hendur sjálf, tryggði sér húsnæði á Hverfisgötu 98 og opnaði stuttu síðar sína eigin verslun. Hún fékk að sjálfsögðu nafnið Filippseyjar og hefur fyrir löngu öðlast fastan sess hjá þeim sem vilja komast í asískt hráefni.Ræðisskrifstofa opnuð innan skammsPriscilla starfaði hjá Fjarhitun frá árinu 1980 fram til ársins 2004. Þá fannst henni tími til kominn að breyta til og sinna eigin hugðarefnum. Hún hafði lengi barist fyrir opnun filippseyskrar ræðisskrifstofu hér á landi og sótti fyrst um leyfi til þess árið 1988. Þá fékk hún þau svör að hér væru of fáir Filippseyingar. Því vandamáli er ekki fyrir að fara lengur. Í dag búa 1.317 manns sem fæddir eru á Filippseyjum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Nú hefur leyfið fengist og Priscilla mun á næstu dögum taka upp ræðismannstitilinn.Auk aðstoðar við Filippseyinga af ýmsu tagi munu þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að stunda viðskipti á Filippseyjum geta leitað þangað eftir aðstoð. Nokkur viðskipti eru þegar milli landanna. Upplýsingar frá Hagstofunni sýna að fyrstu ellefu mánuðina í fyrra voru fluttar hingað til lands vörur fyrir 96,9 milljónir króna frá Filippseyjum. Mestmegnis er um að ræða matvæli, fatnað og raftæki. Priscilla telur að mun fleiri tækifæri en þessi leynist í viðskiptum milli landanna. „Það eru mjög mikil tækifæri fyrir Íslendinga að fjárfesta á Filippseyjum,“ segir Priscilla. „Filippseyingar eru heiðarlegir og góðir vinnukraftar. Þar að auki er svo auðvelt að stunda viðskipti þar. Annað opinbert tungumál eyjanna er enska og því er ekki um neina tungumálaörðugleika að ræða. Það greiðir mjög fyrir öllum viðskiptum.“
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent