Úr verkfræði í ræðismennsku 24. janúar 2007 05:15 María Priscilla Zanoria. María starfaði hjá verkfræðistofunni Fjarhitun í tuttugu og fimm ár. Hún hætti að vinna um fimmtugt og undirbýr nú opnun filippseyskrar ræðisskrifstofu á Íslandi. MYND/GVA Margt hefur breyst á Íslandi á þeim tuttugu og átta árum sem María Priscilla Zanoria hefur verið búsett á Íslandi. Árið 1979 kom hún hingað til lands, þá 24 ára gömul. Fyrir voru fjórir Filippseyingar á Íslandi. Hún minnist þess sérstaklega að margt eldra fólk virtist aldrei hafa séð dökka manneskju áður og varð því oftar en ekki starsýnt á hana. „Ég gleymi því aldrei þegar ég gekk í fyrsta sinn niður Laugaveginn. Ég man eftir konu sem stóð við gluggann sinn, gægðist yfir gardínuna og starði á mig.“ Hún lét ekki störuna á sig fá og veifaði brosandi gömlu konunni, sem var fljót að hverfa bak við gluggatjöldin. Eins og á Íslandi hafa orðið miklar þjóðfélagsbreytingar á Filippseyjum frá þeim tíma er Priscilla fór þaðan. Þá var einræðisherrann Ferdinand Marcos við völd og spilling allsráðandi. Almenningur reis upp gegn honum sjö árum síðar, árið 1986, eftir tuttugu ára valdasetu. Ein frægasta táknmynd spillingarinnar var þegar konungshöllin var opnuð almenningi og í ljós kom að eiginkona hans, Ímelda, átti hvorki fleiri né færri en þrjú þúsund skópör. Andrúmsloftið í landinu var óstöðugt eftir að Marcos fór frá völdum en Priscilla segir það hafa batnað til muna. Hún hefur mikla trú á núverandi forseta landsins, Gloriu Macapagal-Arroyo. „Hún er gáfuð, sterk og ákveðin kona sem hefur góða framkomu. Hún hefur verið dugleg við að kynna Filippseyjar fyrir öðrum þjóðum og þá möguleika sem eru þar í boði.“Opnaði verslun með filippseysk matvæliPriscilla er verkfræðingur og var við störf sem slíkur í MERALCO-orkuverinu í Manila, höfuðborg Filippseyja, þegar hún kynntist eiginmanni sínum sem er íslenskur. „Ég var í góðu starfi með mjög góðar tekjur og langaði satt best að segja ekki að flytja til Íslands. Ég ákvað nú samt að prófa að koma.“ Þrátt fyrir mannfæðina og kuldann líkaði henni vel og innan tveggja mánaða var hún farin að vinna hjá verkfræðistofunni Fjarhitun. Fyrst um sinn, á meðan hún var að læra íslensku, vann hún sem tækniteiknari. Síðar bætti hún við sig 23 einingum í verkfræðideild Háskóla Íslands og kom svo aftur til starfa hjá Fjarhitun, þar sem hún sá meðal annars um að setja upp landupplýsingakerfi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Priscilla lærði fljótt að meta íslenska matargerð en saknaði þó hinnar filippseysku. Árið 1996 ákvað hún því að taka málin í sínar hendur sjálf, tryggði sér húsnæði á Hverfisgötu 98 og opnaði stuttu síðar sína eigin verslun. Hún fékk að sjálfsögðu nafnið Filippseyjar og hefur fyrir löngu öðlast fastan sess hjá þeim sem vilja komast í asískt hráefni.Ræðisskrifstofa opnuð innan skammsPriscilla starfaði hjá Fjarhitun frá árinu 1980 fram til ársins 2004. Þá fannst henni tími til kominn að breyta til og sinna eigin hugðarefnum. Hún hafði lengi barist fyrir opnun filippseyskrar ræðisskrifstofu hér á landi og sótti fyrst um leyfi til þess árið 1988. Þá fékk hún þau svör að hér væru of fáir Filippseyingar. Því vandamáli er ekki fyrir að fara lengur. Í dag búa 1.317 manns sem fæddir eru á Filippseyjum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Nú hefur leyfið fengist og Priscilla mun á næstu dögum taka upp ræðismannstitilinn.Auk aðstoðar við Filippseyinga af ýmsu tagi munu þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að stunda viðskipti á Filippseyjum geta leitað þangað eftir aðstoð. Nokkur viðskipti eru þegar milli landanna. Upplýsingar frá Hagstofunni sýna að fyrstu ellefu mánuðina í fyrra voru fluttar hingað til lands vörur fyrir 96,9 milljónir króna frá Filippseyjum. Mestmegnis er um að ræða matvæli, fatnað og raftæki. Priscilla telur að mun fleiri tækifæri en þessi leynist í viðskiptum milli landanna. „Það eru mjög mikil tækifæri fyrir Íslendinga að fjárfesta á Filippseyjum,“ segir Priscilla. „Filippseyingar eru heiðarlegir og góðir vinnukraftar. Þar að auki er svo auðvelt að stunda viðskipti þar. Annað opinbert tungumál eyjanna er enska og því er ekki um neina tungumálaörðugleika að ræða. Það greiðir mjög fyrir öllum viðskiptum.“ Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Margt hefur breyst á Íslandi á þeim tuttugu og átta árum sem María Priscilla Zanoria hefur verið búsett á Íslandi. Árið 1979 kom hún hingað til lands, þá 24 ára gömul. Fyrir voru fjórir Filippseyingar á Íslandi. Hún minnist þess sérstaklega að margt eldra fólk virtist aldrei hafa séð dökka manneskju áður og varð því oftar en ekki starsýnt á hana. „Ég gleymi því aldrei þegar ég gekk í fyrsta sinn niður Laugaveginn. Ég man eftir konu sem stóð við gluggann sinn, gægðist yfir gardínuna og starði á mig.“ Hún lét ekki störuna á sig fá og veifaði brosandi gömlu konunni, sem var fljót að hverfa bak við gluggatjöldin. Eins og á Íslandi hafa orðið miklar þjóðfélagsbreytingar á Filippseyjum frá þeim tíma er Priscilla fór þaðan. Þá var einræðisherrann Ferdinand Marcos við völd og spilling allsráðandi. Almenningur reis upp gegn honum sjö árum síðar, árið 1986, eftir tuttugu ára valdasetu. Ein frægasta táknmynd spillingarinnar var þegar konungshöllin var opnuð almenningi og í ljós kom að eiginkona hans, Ímelda, átti hvorki fleiri né færri en þrjú þúsund skópör. Andrúmsloftið í landinu var óstöðugt eftir að Marcos fór frá völdum en Priscilla segir það hafa batnað til muna. Hún hefur mikla trú á núverandi forseta landsins, Gloriu Macapagal-Arroyo. „Hún er gáfuð, sterk og ákveðin kona sem hefur góða framkomu. Hún hefur verið dugleg við að kynna Filippseyjar fyrir öðrum þjóðum og þá möguleika sem eru þar í boði.“Opnaði verslun með filippseysk matvæliPriscilla er verkfræðingur og var við störf sem slíkur í MERALCO-orkuverinu í Manila, höfuðborg Filippseyja, þegar hún kynntist eiginmanni sínum sem er íslenskur. „Ég var í góðu starfi með mjög góðar tekjur og langaði satt best að segja ekki að flytja til Íslands. Ég ákvað nú samt að prófa að koma.“ Þrátt fyrir mannfæðina og kuldann líkaði henni vel og innan tveggja mánaða var hún farin að vinna hjá verkfræðistofunni Fjarhitun. Fyrst um sinn, á meðan hún var að læra íslensku, vann hún sem tækniteiknari. Síðar bætti hún við sig 23 einingum í verkfræðideild Háskóla Íslands og kom svo aftur til starfa hjá Fjarhitun, þar sem hún sá meðal annars um að setja upp landupplýsingakerfi fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Priscilla lærði fljótt að meta íslenska matargerð en saknaði þó hinnar filippseysku. Árið 1996 ákvað hún því að taka málin í sínar hendur sjálf, tryggði sér húsnæði á Hverfisgötu 98 og opnaði stuttu síðar sína eigin verslun. Hún fékk að sjálfsögðu nafnið Filippseyjar og hefur fyrir löngu öðlast fastan sess hjá þeim sem vilja komast í asískt hráefni.Ræðisskrifstofa opnuð innan skammsPriscilla starfaði hjá Fjarhitun frá árinu 1980 fram til ársins 2004. Þá fannst henni tími til kominn að breyta til og sinna eigin hugðarefnum. Hún hafði lengi barist fyrir opnun filippseyskrar ræðisskrifstofu hér á landi og sótti fyrst um leyfi til þess árið 1988. Þá fékk hún þau svör að hér væru of fáir Filippseyingar. Því vandamáli er ekki fyrir að fara lengur. Í dag búa 1.317 manns sem fæddir eru á Filippseyjum hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Nú hefur leyfið fengist og Priscilla mun á næstu dögum taka upp ræðismannstitilinn.Auk aðstoðar við Filippseyinga af ýmsu tagi munu þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að stunda viðskipti á Filippseyjum geta leitað þangað eftir aðstoð. Nokkur viðskipti eru þegar milli landanna. Upplýsingar frá Hagstofunni sýna að fyrstu ellefu mánuðina í fyrra voru fluttar hingað til lands vörur fyrir 96,9 milljónir króna frá Filippseyjum. Mestmegnis er um að ræða matvæli, fatnað og raftæki. Priscilla telur að mun fleiri tækifæri en þessi leynist í viðskiptum milli landanna. „Það eru mjög mikil tækifæri fyrir Íslendinga að fjárfesta á Filippseyjum,“ segir Priscilla. „Filippseyingar eru heiðarlegir og góðir vinnukraftar. Þar að auki er svo auðvelt að stunda viðskipti þar. Annað opinbert tungumál eyjanna er enska og því er ekki um neina tungumálaörðugleika að ræða. Það greiðir mjög fyrir öllum viðskiptum.“
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira