Viðskipti erlent

Aukin smásöluverslun í Bretlandi

Smásöluverslun jókst þvert á væntingar í Bretlandi í desember í fyrra.
Smásöluverslun jókst þvert á væntingar í Bretlandi í desember í fyrra. MYND/Páll

Smásöluverslun jókst um 3,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra í Bretlandi. Þetta er þvert á það sem reiknað var með enda búist við talsverðum samdrætti í sölu yfir hátíðirnar.

 

Margar verslanakeðjur brugðust við hrakspánum með því að lækka verð á vörum og bjóða upp á ýmiss konar tilboð síðustu dagana fyrir jól. Niðurstaðan varð hins vegar sú að smásala hefur ekki aukist meira á milli mánaða í 18 mánuði.

Greiningardeild Lands-bankans hefur eftir vefútgáfu breska dagblaðsins Telegraph á mánudag að um fullmikla svartsýni hafi verið að ræða og bent á til samanburðar að aukningin hafi numið 1,1 prósenti á milli mánaða í nóvember.

Greiningardeildin segir þetta góðar fréttir fyrir félög á borð við Mosaic Fashions, sem er með meginhluta starfsemi sinnar í Bretlandi.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×