Samráðið var blekking Siv Friðleifsdóttir skrifar 18. desember 2007 00:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar