Samráðið var blekking Siv Friðleifsdóttir skrifar 18. desember 2007 00:01 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru gefin fyrirheit um samráð í öryggis- og varnarmálum landsins. Þar segir: „Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna um öryggismál.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur einnig hælt sér af boðuðum samráðsvettvangi. Þó bólar ekkert á honum. Við fulltrúar í stjórnarandstöðunni höfum margoft spurt Ingibjörgu Sólrúnu af hverju boðaður samráðsvettvangur er ekki settur á laggirnar svo hann geti tekið til starfa. Hvað tefur ráðherrann, sem hefur ítrekað komið orðinu „samráðsstjórnmál“ í umræðuna? @Megin-Ol Idag 8,3p :Markmiðið með boðuðum samráðsvettvangi stjórnmálaflokkanna var væntanlega að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um varnar- og öryggismál landsins. En hver er staðan í dag? Jú, bæði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og Ingibjörg Sólrún vinna frumvörp sem snerta þessi mál án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Hvaða falsheit eru það að boða samráð, en leggja síðan meginlínur í varnar- og öryggismálum þjóðarinnar í myrkvuðum kompum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar? Upplýst er að Ingibjörg Sólrún hefur unnið frumvarp um Varnarmálastofnun, sem er til umræðu í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og verður lagt fram eftir áramót, mun seinna en áætlað var. Einnig er Björn búinn að leggja fram frumvarp á Alþingi um að almannavarna- og öryggismálaráð marki stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Hann hefur líka unnið frumvarp um varalið lögreglu sem er tilbúið í ríkisstjórn og verður lagt fram eftir áramót og frumvarp um öryggisþjónustu ríkisins sem hefur verið kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Hvað er á seyði? Átti samráðsvettvangur stjórnmálaflokkanna um öryggismál að taka til starfa eftir búið var að klára alla stefnumótun? Í stað samræðustjórnmála væri nær að utanríkisráðherra auglýsti nýtt fyrirbæri, þ.e. eftirásamráð. Eða er ástæðan sú að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að opinbera ágreining sinn í málaflokknum? Nú þegar hefur Björn verið gerður afturreka í stjórnarsamstarfinu því Ingibjörg boðar stofnun Varnarmálastofnunar þó að ný stofnun í kringum ratsjárkerfið sé stílbrot að sögn Björns. En eitt er ljóst, boðað samráð við stjórnmálaflokkana um öryggismál var bara ein stór blekking eftir allt saman. Höfundur er alþingismaður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun