Viðskipti hafin á rólegasta tíma Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2007 02:00 Magne Arge forstjóri Atlantic Airways um það bil að taka við bjöllustreng Kauphallarbjöllunar úr hendi Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, við lok viðskipta í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær. Útboðsgengið var 261 dönsk króna á hlut, en lokagengi gærdagsins 262,5 danskar krónur, eftir 15 færslur. Dagurinn var raunar sá rólegast í Kauphöllinni á þessu ári, þar sem heildarvelta hlutabréfa nam ekki nema 1.650 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að velta hafi að meðaltali verið tæpir 11,2 milljarðar króna á dag það sem af er ári. Félagið er tvítugt, stofnað í mars árið 1987. Í upphafi var einungis flogið á einni leið milli Færeyja og Kaupmannahafnar á einu fél félagsins. Síðan hafa umsvif félagsins aukist nokkuð, en meginstarfsemin byggir á áætlunarflugi frá Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og þyrlustarfsemi í Færeyjum og á Norðursjó. Félagið rekur nú sex flugvélar og þrjár þyrlur og er með höfuðstöðvar í Sørvág í Færeyjum. Starfsmenn eru 187. Magne Arge, forstóri Atlantic Airways segir spennandi tíma framundan. „Með skráningu á markað koma ný tækifæri og um leið ný verkefni og skyldur. Slíkt er ávallt spennandi fyrir okkur sem störfum í viðskiptum. Sérstaklega þurfum við að venja okkur við að vera á hverjum degi komin undir dóm markaðarins á frammistöðu okkar.“ Magne segir félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þessar nýju upplifanir. „Við höfum í mörg ár starfað í flugiðnaði og sá iðnaður er þannig, sér í lagi í Færeyjum, að við vitum að bæði getur verið von á þungskýjuðum dögum og sólríkum. Þá þekkum við vel allan óróleika í lofti.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fagnaði líka skráningu Atlantic Airways í Kauphöllina hér. „Við erum þess fullviss að þessi „lending“ félagsins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs“ með glæsibrag í framtíðinni,“ sagði hann og kvað færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda. „Ég álít færeyska markaðinn orðinn það stóran að hann sé farinn að skipta máli fyrir færeyska hagkerfið og hefur verið mjög ánægulegt að horfa á þessa þróun.“ Þá segir hann samstarfið við Færeyingana hafa verið ánægjulegt og nálgun við vandamál svipuð og í Kauphöllinni hér, en hún snerist um að leysa mál fljótt og vel. Atlantic Airways er 37. félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári og um leið fjórða færeyska félagið sem skráð er í Kauphöllina hér. Fyrr á þessu ári voru skráðir hér á markað Eik Banki og Føroya Banki, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum varð fyrst til árið 2005. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær. Útboðsgengið var 261 dönsk króna á hlut, en lokagengi gærdagsins 262,5 danskar krónur, eftir 15 færslur. Dagurinn var raunar sá rólegast í Kauphöllinni á þessu ári, þar sem heildarvelta hlutabréfa nam ekki nema 1.650 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að velta hafi að meðaltali verið tæpir 11,2 milljarðar króna á dag það sem af er ári. Félagið er tvítugt, stofnað í mars árið 1987. Í upphafi var einungis flogið á einni leið milli Færeyja og Kaupmannahafnar á einu fél félagsins. Síðan hafa umsvif félagsins aukist nokkuð, en meginstarfsemin byggir á áætlunarflugi frá Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og þyrlustarfsemi í Færeyjum og á Norðursjó. Félagið rekur nú sex flugvélar og þrjár þyrlur og er með höfuðstöðvar í Sørvág í Færeyjum. Starfsmenn eru 187. Magne Arge, forstóri Atlantic Airways segir spennandi tíma framundan. „Með skráningu á markað koma ný tækifæri og um leið ný verkefni og skyldur. Slíkt er ávallt spennandi fyrir okkur sem störfum í viðskiptum. Sérstaklega þurfum við að venja okkur við að vera á hverjum degi komin undir dóm markaðarins á frammistöðu okkar.“ Magne segir félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þessar nýju upplifanir. „Við höfum í mörg ár starfað í flugiðnaði og sá iðnaður er þannig, sér í lagi í Færeyjum, að við vitum að bæði getur verið von á þungskýjuðum dögum og sólríkum. Þá þekkum við vel allan óróleika í lofti.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fagnaði líka skráningu Atlantic Airways í Kauphöllina hér. „Við erum þess fullviss að þessi „lending“ félagsins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs“ með glæsibrag í framtíðinni,“ sagði hann og kvað færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda. „Ég álít færeyska markaðinn orðinn það stóran að hann sé farinn að skipta máli fyrir færeyska hagkerfið og hefur verið mjög ánægulegt að horfa á þessa þróun.“ Þá segir hann samstarfið við Færeyingana hafa verið ánægjulegt og nálgun við vandamál svipuð og í Kauphöllinni hér, en hún snerist um að leysa mál fljótt og vel. Atlantic Airways er 37. félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári og um leið fjórða færeyska félagið sem skráð er í Kauphöllina hér. Fyrr á þessu ári voru skráðir hér á markað Eik Banki og Føroya Banki, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum varð fyrst til árið 2005.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira