Aðgerða er þörf á Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 13. júní 2007 05:00 Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun