Erlent

Fann rándýrt málverk í ruslatunnu

Verkið "Tres Personajes" eða Þrjár persónur eftir Rufion Tamayo.
Verkið "Tres Personajes" eða Þrjár persónur eftir Rufion Tamayo. MYND/Getty Images

Málverk sem fannst fyrir tilviljun í rusltunnu í New York verður boðið upp á tæpar 45 milljónir hjá Sotheby í næsta mánuði. Um er ræða verkið Þrjár persónur eftir mexíkóska málarann Rufion Tamayo en því var stolið fyrir um 20 árum síðan.

Það var kona sem fann verkið fyrir fjórum árum þegar hún var á leiðinni á kaffihús í Upper West Side hverfinu í New York. Verkið lá innan um ruslapoka sem biðu þess að fara á ruslahaugana. Konan tók verkið heim með sér og hengdi það upp á vegg. Mörgum árum seinna kom hið sanna í ljós þegar konan fann upplýsingar um málverkið á Netinu. Hafði verkinu verið stolið snemma á áttunda áratugnum.

Konan skilaði verkinu til baka og fyrir það fékk hún 900 þúsund krónur frá eigendum þess. Þá mun hún einnig fá hlut í söluverðmæti verksins þegar það verður boðið upp í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×