Viðskipti innlent

Engin ákvörðun um kynjalöggjöf

Stjórnendur Glitnis og Kaupþingi hafa ekki ákveðið hvernig brugðist verður við nýrri norskri löggjöf um hlutfall kvenna í stjórnum.
Stjórnendur Glitnis og Kaupþingi hafa ekki ákveðið hvernig brugðist verður við nýrri norskri löggjöf um hlutfall kvenna í stjórnum.

Hvorki stjórnendur Kaupþings né Glitnis hafa tekið ákvörðun um hvernig brugðist verður við kynjalöggjöf sem tekur gildi um áramótin í Noregi. Frá og með þeim tímapunkti verða fjörutíu prósent stjórnarmanna almenningshlutafélaga að vera konur. Lúti fyrirtæki ekki þeim skilyrðum eiga þau yfir höfði sér að vera lokað.

„Í dag erum við með nokkur dótturfélög og stjórnir í gangi í Noregi. Verið er að endurskoða í heild sinni starfsemina þar, bæði með tilliti til nýju laganna og í þeirra breytinga sem verið er að gera á skipulaginu. En við lútum að sjálfsögðu þeim lögum sem gilda á þeim svæðum þar sem við störfum,“ segir Vala Pálsdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Glitnis.

Benedikt Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Kaupþings, segir að þar á bæ sé enn verið að skoða málin.- hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×