Skoðun

Eddutilnefningar 2007: Skemmtiþáttur ársins

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
GETTU BETUR
Sigmar Guðmundsson er spyrjandi Gettu betur.
Nemendur framhaldsskóla landsins etja kappi í spurningakeppni framhaldsskólanna. Spyrjandi er Sigmar Guðmundsson, dómari og spurningahöfundur er Davíð Þór Jónsson og Steinunn Vala Sigfúsdóttir er stigavörður.

Framleiðslufyrirtæki - Ríkisútvarpið - Sjónvarp. Upptökustjórn - Helgi Jóhannesson. Umsjónarmaður - Andrés Indriðason.

Sýnt á RÚV.

TEKINN 2
Auðunn Blöndal gerir fræga fólkinu ýmsa grikki með falinni myndavél. Hann fær aðila tengda stjörnunum til aðstoðar við hrekkina.

Framleiðslufyrirtæki - Sagafilm. Framleiðandi - Kristófer Dignus. Umsjónarmaður - Auðunn Blöndal.

Sýnt á Stöð 2

ÚTSVAR
Þóra Arnórsdóttir er annar umsjónarmanna Útsvars.
Spurningaþáttaröð þar sem 24 sveitarfélög keppa í beinni útsendingu. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur B. Guðnason.

Framleiðslufyrirtæki - Ríkisútvarpið - Sjónvarp. Upptökustjórn - Helgi Jóhannesson. Umsjónarmenn - Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson.

Sýnt á RÚV.




Skoðun

Skoðun

Al­einn í heiminum?

Lukka Sigurðardóttir,Katrín Harðardóttir ,Margrét Kristín Blöndal skrifar

Sjá meira


×