Innlent

Hvergi lengri vatnsrennibraut

Brautin er 76 metrar að lengd og talin sú lengsta hérlendis.
Brautin er 76 metrar að lengd og talin sú lengsta hérlendis.

Lengsta vatnsrennibraut Íslands er að verða tilbúin eftir því sem fram kemur á fréttasíðunni austurlandid.is.

Brautin er 76 metrar og er tilgangur hennar að vera börnum í Neskaupstað og í nágrenni til ánægju. Eftir því sem Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, segir er brautin gjöf frá félaginu. „Ég veit nú ekki hvort hún er sú lengsta þótt því sé haldið fram,“ segir Freysteinn og hlær. „Það stóð aldrei til að slá nein met heldur bara ákveðið að gefa veglegar rennibrautir,“ segir Freysteinn.

Mikinn dælubúnað þarf til þess að knýja brautina og hefur honum hefur verið komið fyrir í tækni­rými sundlaugarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×