Ekki gott hjá Geir Ögmundur Jónasson skrifar 17. september 2007 00:01 Ekki hefur farið leynt, að hafin er fundaröð um utanríkismál á vegum ríkisstjórnarinnar og háskólanna í landinu. Ég taldi fyrir mitt leyti að nú væri að hefjast margboðuð umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu á nýrri öld. Ríkisstjórnin hefur til þessa farið sínu fram - og án samráðs - en við hljótum að bera þá von í brjósti að staðið verði við loforð um lýðræðislega umræðu um stefnumótun á sviði utanríkismála. Af nógu er að taka. Innihaldsríkrar umræðu er meðal annars þörf um samninga á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, málefni sem snúa að Evrópusambandinu, áherslur okkar á vettvangi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stefnuna í mannréttinda- og umhverfismálum að ógleymdum öryggismálunum í breyttum heimi. Ég gekk því fullur eftirvæntingar inn á fyrsta fundinn í margauglýstri fundaröð, í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en þar áttu bæði að vera með innlegg, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Sitthvað athyglisvert kom fram í erindum á fundinum og nefni ég þar sérstaklega erindi Bjargar Thorarensen um Öryggisráð SÞ. Á heildina litið var það þó einkum hinn stofnanalegi rammi alþjóðastjórnmála sem var til umfjöllunar á fundinum en ekki hin brennandi álitamál. Eftir erindin gafst færi á að bera fram fyrirspurnir. Ég beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þegar ég bar fram fyrirspurn mína hafði forsætisráðherra staðið upp og gekk ásamt föruneyti með talsverðum tilþrifum í átt til dyra. Ég vakti athygli hans á að ég óskaði eftir því að heyra mat hans á breyttum áherslum innan NATO og hvað það gæti þýtt fyrir Íslendinga. Forsætisráðherra sagði að hann myndi án efa eiga eftir að eiga orðastað við mig um þetta á þingi og strunsaði út. Utanríkisráðherra sat eftir, vék að fyrirspurn minni en svaraði henni ekki. Það var þó skömminni skárra en hjá forsætisráðherra. Hjá Geir var þetta ekki gott. Getur verið að engin alvara sé á bak við fyrirheitin um opna umræðu um utanríkismál?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið leynt, að hafin er fundaröð um utanríkismál á vegum ríkisstjórnarinnar og háskólanna í landinu. Ég taldi fyrir mitt leyti að nú væri að hefjast margboðuð umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu á nýrri öld. Ríkisstjórnin hefur til þessa farið sínu fram - og án samráðs - en við hljótum að bera þá von í brjósti að staðið verði við loforð um lýðræðislega umræðu um stefnumótun á sviði utanríkismála. Af nógu er að taka. Innihaldsríkrar umræðu er meðal annars þörf um samninga á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, málefni sem snúa að Evrópusambandinu, áherslur okkar á vettvangi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stefnuna í mannréttinda- og umhverfismálum að ógleymdum öryggismálunum í breyttum heimi. Ég gekk því fullur eftirvæntingar inn á fyrsta fundinn í margauglýstri fundaröð, í Hátíðarsal Háskóla Íslands, en þar áttu bæði að vera með innlegg, forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Sitthvað athyglisvert kom fram í erindum á fundinum og nefni ég þar sérstaklega erindi Bjargar Thorarensen um Öryggisráð SÞ. Á heildina litið var það þó einkum hinn stofnanalegi rammi alþjóðastjórnmála sem var til umfjöllunar á fundinum en ekki hin brennandi álitamál. Eftir erindin gafst færi á að bera fram fyrirspurnir. Ég beindi fyrirspurnum til forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Þegar ég bar fram fyrirspurn mína hafði forsætisráðherra staðið upp og gekk ásamt föruneyti með talsverðum tilþrifum í átt til dyra. Ég vakti athygli hans á að ég óskaði eftir því að heyra mat hans á breyttum áherslum innan NATO og hvað það gæti þýtt fyrir Íslendinga. Forsætisráðherra sagði að hann myndi án efa eiga eftir að eiga orðastað við mig um þetta á þingi og strunsaði út. Utanríkisráðherra sat eftir, vék að fyrirspurn minni en svaraði henni ekki. Það var þó skömminni skárra en hjá forsætisráðherra. Hjá Geir var þetta ekki gott. Getur verið að engin alvara sé á bak við fyrirheitin um opna umræðu um utanríkismál?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar