Titringurinn enn til staðar 29. ágúst 2007 03:15 Bloomberg hefur eftir greinendum að ekki sjái fyrir endann á þrengingum á bandarískum fasteignamarkaði. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Evrópu og Asíu í gær í kjölfar niðursveiflu á bandarískum markaði á mánudag. Bandaríski markaðurinn hafði reyndar tekið ágætlega við sér í lok síðustu viku eftir að viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að sala á nýjum fasteignum hefði verið langt umfram spár auk þess sem eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, svo sem bílum og húsbúnaði, hefði verið meiri en gert var ráð fyrir. Ljóst þykir að enn sé nokkur titringur í kerfinu líkt og sannaðist í byrjun vikunnar þegar gögn sýndu að endursala á fasteignum í Bandaríkjunum hefði dregist nokkuð saman í síðasta mánuði en sala á fasteignum hefur ekki verið með minna móti í fimm ár. Samdrátturinn er hins vegar mismikill eftir svæðum enda jókst salan á sumum stöðum, svo sem í NA-hluta Bandaríkjanna á meðan hún stóð í stað í suðurhlutanum. Í ofanálag lækkaði verð á fasteignum á sama tíma talsvert á milli mánaða og hefur lækkanaferli nú staðið yfir vestanhafs í eitt ár. Þessi þróun hefur skilað sér í því að óseldar fasteignir í Bandaríkjunum hafa ekki verið fleiri í heil 16 ár, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Fréttir af fasteignamarkaði í Bandaríkjunum ráða þannig enn nokkru um þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Eins og margoft hefur komið fram liggur rót niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði í miklum samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar aukinna vanskila einstaklinga með litla greiðslugetu sem fyrst varð vart á vordögum. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem hafa einbeitt sér að lánveitingum til einstaklinga í þessum flokki, hafa horft upp á sjóði sína tæmast og hafa nokkur þeirra farið í þrot. Þá berjast önnur í bökkum, þar á meðal nokkur af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins. Fjármálafyrirtæki hafa af þessum sökum hert frekar útlánareglur sínar og gert meðal annars kröfur um að einstaklingar sýni fram á betri fjárhagslegan stöðugleika en áður. Greinendur sjá ekki fyrir endann á hremmingum á bandarískum fasteignamarkaði og telja næsta öruggt að aðgerðir lánastofnana muni aðeins gera fólki í fasteignakaupahugleiðingum erfiðara um vik og jafnvel halda þeim frá fasteignakaupum. Það muni svo skila sér í því að fasteignum á söluskrá muni enn fjölga á næstu mánuðum auk þess sem hætta sé á að samdrátturinn komi niður á einkaneyslu en slíkt getur dregið úr hagvexti í Bandaríkjunum, að mati Bloomberg. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í Evrópu og Asíu í gær í kjölfar niðursveiflu á bandarískum markaði á mánudag. Bandaríski markaðurinn hafði reyndar tekið ágætlega við sér í lok síðustu viku eftir að viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að sala á nýjum fasteignum hefði verið langt umfram spár auk þess sem eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, svo sem bílum og húsbúnaði, hefði verið meiri en gert var ráð fyrir. Ljóst þykir að enn sé nokkur titringur í kerfinu líkt og sannaðist í byrjun vikunnar þegar gögn sýndu að endursala á fasteignum í Bandaríkjunum hefði dregist nokkuð saman í síðasta mánuði en sala á fasteignum hefur ekki verið með minna móti í fimm ár. Samdrátturinn er hins vegar mismikill eftir svæðum enda jókst salan á sumum stöðum, svo sem í NA-hluta Bandaríkjanna á meðan hún stóð í stað í suðurhlutanum. Í ofanálag lækkaði verð á fasteignum á sama tíma talsvert á milli mánaða og hefur lækkanaferli nú staðið yfir vestanhafs í eitt ár. Þessi þróun hefur skilað sér í því að óseldar fasteignir í Bandaríkjunum hafa ekki verið fleiri í heil 16 ár, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Fréttir af fasteignamarkaði í Bandaríkjunum ráða þannig enn nokkru um þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Eins og margoft hefur komið fram liggur rót niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði í miklum samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum í kjölfar aukinna vanskila einstaklinga með litla greiðslugetu sem fyrst varð vart á vordögum. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem hafa einbeitt sér að lánveitingum til einstaklinga í þessum flokki, hafa horft upp á sjóði sína tæmast og hafa nokkur þeirra farið í þrot. Þá berjast önnur í bökkum, þar á meðal nokkur af stærstu fasteignalánafyrirtækjum landsins. Fjármálafyrirtæki hafa af þessum sökum hert frekar útlánareglur sínar og gert meðal annars kröfur um að einstaklingar sýni fram á betri fjárhagslegan stöðugleika en áður. Greinendur sjá ekki fyrir endann á hremmingum á bandarískum fasteignamarkaði og telja næsta öruggt að aðgerðir lánastofnana muni aðeins gera fólki í fasteignakaupahugleiðingum erfiðara um vik og jafnvel halda þeim frá fasteignakaupum. Það muni svo skila sér í því að fasteignum á söluskrá muni enn fjölga á næstu mánuðum auk þess sem hætta sé á að samdrátturinn komi niður á einkaneyslu en slíkt getur dregið úr hagvexti í Bandaríkjunum, að mati Bloomberg.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira