Viðskipti innlent

Síminn sækir inn á danska markaðinn

Forstjóri Símans. Síminn ætlar sér frekari útrás í Skandinavíu að sögn Brynjólfs Bjarnasonar.
Forstjóri Símans. Síminn ætlar sér frekari útrás í Skandinavíu að sögn Brynjólfs Bjarnasonar.

Síminn hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið BusinessPhone Group sem er sérhæft í fjarskiptaþjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Starfsmenn félagsins eru fimmtán og viðskiptavinir um fimmtán hundruð. Heildartekjur BusinessPhone árið 2006 námu rúmum 550 milljónum íslenskra króna. Kaupverð er ekki gefið upp.

„Við erum fyrst og fremst að þessu til að fylgja á eftir útrás okkar ágætu viðskiptavina,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Segir hann að stefnt sé að því veita þeim fyrirtækjum þjónustu auk þess að bæta við dönskum viðskiptavinum. Í mars á þessu ári keypti Síminn símafyrirtækið Aerofone í Bretlandi með það sama að markmiði sem Brynjólfur segir að vel hafi tekist til með. Þá segir hann að Síminn muni halda áfram í víkingi í Skandinavíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×