Viðskipti erlent

Beðið eftir nýju stórgreiðslukerfi

Seðlabankar evrulanda, taka upp nýtt stórgreiðslukerfi fyrir evrur í byrjun næsta árs. Af þeim sökum var ákveðið bíða með að færa evruuppgjör í OMX kauphöllinni til Finnlands.
Seðlabankar evrulanda, taka upp nýtt stórgreiðslukerfi fyrir evrur í byrjun næsta árs. Af þeim sökum var ákveðið bíða með að færa evruuppgjör í OMX kauphöllinni til Finnlands.

Ekki hefði verið í samræmi við meginreglu fyrirkomulag greiðslumiðlunar hefði Seðlabanki Íslands tekið að sér uppgjör viðskipta með hlutabréf í evrum í kauphöllinni hér. Í maí á næsta ári stendur til að Seðlabanki Finnlands taki að sér uppgjörið, en þá hefur hann, ásamt Seðlabanka Evrópu tekið í notkun nýtt miðlægt stórgreiðslukerfi fyrir evrur, svonefnt Target2 kerfi.

Í skýrslu Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleiki 2007, sem út kom í vor, kemur fram að meginreglan sé að „öll kerfislega mikilvæg greiðslukerfi séu endanlega gerð upp í gegnum stórgreiðslukerfi seðlabanka í viðkomandi landi og miðast við að uppgjör fari fram með fjármunum seðlabanka þ.e. í gjaldmiðli landsins.“ Fram kemur að til að uppgjör greiðslufyrirmæla geti farið fram í evrum þurfi sá banki sem annast og ábyrgist endanlegt uppgjör viðskiptanna að hafa öruggt aðgengi að evrum.

„Seðlabanki Íslands hefur ekki ótakmarkað aðgengi að annarri mynt en krónunni,“ segir Guðmundur Kr. Tómasson, staðgengill framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabankans og formaður samráðsnefndar um samskipti verðbréfamiðstöðva, kauphalla og Seðlabanka Íslands. Guðmundur segir að við þá breytingu að hlutabréf verði hér skráð í evrum einskorðist aðkoma Seðlabankans við að hafa eftirlit með kerfislega mikilvægum greiðslukerfum, en þau þurfa að uppfylla margvísleg skilyrði. Undir það eftirlit fellur meðal annars evruuppgjör kauphallarviðskipta sem hefst í haust til bráðabirgða hjá Landsbanka Íslands, en færist svo til Seðlabanka Finnlands, samkvæmt uppslýsingum Verðbréfaskráningar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×