Viðskipti erlent

Hugsar ekki vel um blómin

Tom Hunter, einn ríkasti maður Skotlands, hefur hætt við að leggja fram yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies. Í staðinn hefur hann tryggt sér tæpan þriðjung hlutabréfa í henni.
Tom Hunter, einn ríkasti maður Skotlands, hefur hætt við að leggja fram yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies. Í staðinn hefur hann tryggt sér tæpan þriðjung hlutabréfa í henni.

James Barnes, forstjóri skosku garðvörukeðjunnar Dobbies, sakar skoska auðkýfinginn sir Tom Hunter um að bera eigin hag fyrir brjósti fremur en hluthafa.

Breski stórmarkaðarisinn Tesco gerði 156 milljóna punda, um 20 milljarða króna, yfirtökutilboð í Dobbies um miðjan júní síðastliðinn. Hunter, sem á fyrir nokkrar garðvörukeðjur, hefur hins vegar frá upphafi sagt tilboðið of lágt og endurspegla ekki virði garðvörukeðjunnar. Hunter hefur lagt móttilboð gegn Tesco á hilluna en tryggði sér 27 prósent hlutabréfa í versluninni á föstudag.

Breska dagblaðið Telegraph hefur eftir Barnes, sem þegar hefur selt Tesco alla hluti sína í Dobbies, að yfirtökutilboðið sé mjög gott. Varaði hann við að drægi Tesco boð sitt til baka myndu standa eftir tveir stórir hluthafar með andstæð sjónarmið.

Blaðið hefur eftir talsmanni West Coast Capital, fjárfestingafélagi Hunters, að engu verði spillt því félagið leggi sig fram um að ná sem mestum hagnaði úr fjárfestingum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×