Viðskipti erlent

Babb í bátinn hjá B&O

Forsvarsmenn hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen (B&O) reikna með að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu 540-570 milljónir danskra króna á næsta reikningsári. Það er töluvert undir meðaltalsspá markaðsaðila sem hljóðaði upp á 602 milljónir danskra króna.

Hlutabréf í B&O hafa fallið um fimmtán prósent frá áramótum. FL Group, sem var með ríflega tíu prósenta hlut í félaginu, seldi allan sinn hlut í lok maí á genginu 700 danskar krónur á hlut. Gengi bréfa í B&O stóð í 616 í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×