Eigum við að lengja vinnudaginn? 9. ágúst 2007 07:00 Undanfarna daga hafa berið birt nokkur viðtöl við nóbelsverðlaunahafann Edward C. Prescott um að lækka ætti skatta svo fólk fengist til þess að skila lengri vinnudegi. Hannes Hólmsteinn bauð svo upp á ráðstefnu um þetta málefni. Það liggur fyrir að norræn efnahagsstefna skilar besta árangri í heiminum. Þar spilar sterk verkalýðshreyfing stærsta hlutverkið og sama hefur verið uppi á teningnum hér. Flestir eru sammála um þennan mikla og góða árangur. Ég hef lúmskt gaman af þessu, því það eru ekki mörg ár síðan Hannes Hólmsteinn og aðrir ungir sjálfstæðismenn spáðu því að norræna stefnan gæti ekki annað en skattpínt sjálfa sig í rúst. Það var þessi stefna sem verkalýðshreyfingin ásamt samtökum vinnuveitenda með Ásmund Stefánsson og víkinginn Einar Odd í broddi fylkingar lögðu upp með Þjóðarsáttinni og hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag, ásamt framsýni Jóns Baldvins á sínum tíma með gerð viðskiptasamninga við Evrópuríkin. Aðilar vinnumarkaðsins hafa síðan þá ítrekað þurft að taka slaginn við stjórnvöld til að vernda þann árangur, eins og fram hefur komið í hvert skipti við endurnýjun kjarasamninga. Hannes Hólmsteinn segir aftur á móti að Þjóðarsáttin hafi ekkert verið nema stutt verðstöðvun, það hafi verið Davíð og hann sem einhendis hafi gert þetta. Valda hærri skattar minni starfslöngun? Hvers vegna ættum við að snúa stefnu okkar um 180° og fara að vinna meira? Prescott vék sér ítrekað undan því að svara þessum spurningum. Evrópubúar hafa flestir fjögurra til fimm vikna sumarfrí og átta stunda vinnudag. Þetta eru þau lífsgæði sem við höfum barist fyrir í áratugi. Rafiðnaðarmenn hafa með markvissri baráttu stytt vinnuviku sína úr 60 tímum í 46 á þjóðarsáttartímanum og vilja ná lengra. Í Bandaríkjunum er sumarfrí ein til tvær vikur. Þar er vel þekkt að starfsmenn þora ekki að taka sér sumarfrí af ótta við atvinnumissi. Þar er vinnudagurinn miklu lengri en í Evrópu. Efnahagsframfarir okkar á Norðurlöndum eru mun meiri en í Bandaríkjunum. Þar verða hinir ríku enn ríkari og millistéttin hefur steypt sér í skuldir samfara því að fátæku fólki hefur fjölgað. Almenningur í Bandaríkjunum gagnrýnir heiftarlega heilbrigðiskerfið, þar er staðan sú að ef fyrirvinnan lendir í einhverju óláni þá er fjölskyldan kominn á vonarvöl. Frjálshyggjumennirnir telja lausnina á þessu liggja í auknu striti og lengri vinnudegi. Enga leti hjá almúganum takk fyrir, þá getur hann ekki greitt öll nýju þjónustugjöldin, sem sett eru til þess að vega upp á móti skattalækkunum. Það eru örugglega margir af þeim sem liggja fyrir ofan miðjum tekjustiganum til í að lækka skatta. Vilja menn fórna einkalífinu, sumarfríunum, menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu fyrir það? Hagfræðingar við Háskóla Íslands hafa sýnt fram á með haldgóðum rökum að kaupmáttaraukning hafi verið ójöfn. Gini-stuðull ráðstöfunartekna er að hækka mest þar sem markvisst hefur verið dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Minnkandi tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins má rekja til nokkurra þátta: Persónuafslátturinn lækkaði á árunum 1993-2006. Hátekjuskatturinn hefur verið aflagður. Skattur af fjármagnstekjum er lægri en af öðrum tekjum. Vaxandi vægi fjármagnstekna í heildartekjum hefur þess vegna leitt til þess að munur á tekjudreifingu heildartekna fyrir og eftir skatt hefur minnkað. Meðaltekjur hinna tekjuhæstu hafa hækkað umfram tekjur annarra, einkum fjármagnstekjur þeirra. Tekjur hinna lægst launuðu hafa hækkað það mikið að margir þeirra sem áður voru skattlausir greiða nú skatt. Það eru launamenn sem sitja eftir í skattkerfinu á meðan peningamenn flytja sína peninga til annarra landa og eru ekki þátttakendur í rekstri þjóðfélagsins, einungis neytendur. Persónuafsláttur hefur ekki hækkað í samræmi við verðbólgu, vaxtabætur minnkað, barnabætur lækkað, skerðingarmörk öryrkja og aldraðra aukist. Það eru ákvarðanir stjórnvalda sem hafa mest áhrif á kaupmátt og ekki síst hjá þeim lægst launuðu. Nær öll vestræn ríki hafa aukið jöfnunaráhrif skatt- og velferðarkerfa sinna á meðan við höfum stefnt í öfuga átt hér. Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfisins sem helst jafnar tekjuskiptinguna þegar aðeins er eitt skattþrep. Ef skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu er gengið í átt til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi. Einnig hafa frítekjumörk og skerðingarákvæði stjórnvalda valdið fátæku fólki hér á landi miklum skaða. Það er eins og sumir forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins skammist sín fyrir þróun efnahagsmála. Á svona ráðstefnum og í stórblöðum erlendis hrósa þeir sér af því að hafa haft sjónarmið frjálshyggju að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu á Íslandi og náð lengra en þau ríki sem talin eru hafa náð lengst í þessum málum. Þeir vilja alls ekki kannast við árangur sinn hér á landi, eins og kemur fram í raðgreinum Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa berið birt nokkur viðtöl við nóbelsverðlaunahafann Edward C. Prescott um að lækka ætti skatta svo fólk fengist til þess að skila lengri vinnudegi. Hannes Hólmsteinn bauð svo upp á ráðstefnu um þetta málefni. Það liggur fyrir að norræn efnahagsstefna skilar besta árangri í heiminum. Þar spilar sterk verkalýðshreyfing stærsta hlutverkið og sama hefur verið uppi á teningnum hér. Flestir eru sammála um þennan mikla og góða árangur. Ég hef lúmskt gaman af þessu, því það eru ekki mörg ár síðan Hannes Hólmsteinn og aðrir ungir sjálfstæðismenn spáðu því að norræna stefnan gæti ekki annað en skattpínt sjálfa sig í rúst. Það var þessi stefna sem verkalýðshreyfingin ásamt samtökum vinnuveitenda með Ásmund Stefánsson og víkinginn Einar Odd í broddi fylkingar lögðu upp með Þjóðarsáttinni og hefur skilað okkur þangað sem við erum í dag, ásamt framsýni Jóns Baldvins á sínum tíma með gerð viðskiptasamninga við Evrópuríkin. Aðilar vinnumarkaðsins hafa síðan þá ítrekað þurft að taka slaginn við stjórnvöld til að vernda þann árangur, eins og fram hefur komið í hvert skipti við endurnýjun kjarasamninga. Hannes Hólmsteinn segir aftur á móti að Þjóðarsáttin hafi ekkert verið nema stutt verðstöðvun, það hafi verið Davíð og hann sem einhendis hafi gert þetta. Valda hærri skattar minni starfslöngun? Hvers vegna ættum við að snúa stefnu okkar um 180° og fara að vinna meira? Prescott vék sér ítrekað undan því að svara þessum spurningum. Evrópubúar hafa flestir fjögurra til fimm vikna sumarfrí og átta stunda vinnudag. Þetta eru þau lífsgæði sem við höfum barist fyrir í áratugi. Rafiðnaðarmenn hafa með markvissri baráttu stytt vinnuviku sína úr 60 tímum í 46 á þjóðarsáttartímanum og vilja ná lengra. Í Bandaríkjunum er sumarfrí ein til tvær vikur. Þar er vel þekkt að starfsmenn þora ekki að taka sér sumarfrí af ótta við atvinnumissi. Þar er vinnudagurinn miklu lengri en í Evrópu. Efnahagsframfarir okkar á Norðurlöndum eru mun meiri en í Bandaríkjunum. Þar verða hinir ríku enn ríkari og millistéttin hefur steypt sér í skuldir samfara því að fátæku fólki hefur fjölgað. Almenningur í Bandaríkjunum gagnrýnir heiftarlega heilbrigðiskerfið, þar er staðan sú að ef fyrirvinnan lendir í einhverju óláni þá er fjölskyldan kominn á vonarvöl. Frjálshyggjumennirnir telja lausnina á þessu liggja í auknu striti og lengri vinnudegi. Enga leti hjá almúganum takk fyrir, þá getur hann ekki greitt öll nýju þjónustugjöldin, sem sett eru til þess að vega upp á móti skattalækkunum. Það eru örugglega margir af þeim sem liggja fyrir ofan miðjum tekjustiganum til í að lækka skatta. Vilja menn fórna einkalífinu, sumarfríunum, menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu fyrir það? Hagfræðingar við Háskóla Íslands hafa sýnt fram á með haldgóðum rökum að kaupmáttaraukning hafi verið ójöfn. Gini-stuðull ráðstöfunartekna er að hækka mest þar sem markvisst hefur verið dregið úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Minnkandi tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins má rekja til nokkurra þátta: Persónuafslátturinn lækkaði á árunum 1993-2006. Hátekjuskatturinn hefur verið aflagður. Skattur af fjármagnstekjum er lægri en af öðrum tekjum. Vaxandi vægi fjármagnstekna í heildartekjum hefur þess vegna leitt til þess að munur á tekjudreifingu heildartekna fyrir og eftir skatt hefur minnkað. Meðaltekjur hinna tekjuhæstu hafa hækkað umfram tekjur annarra, einkum fjármagnstekjur þeirra. Tekjur hinna lægst launuðu hafa hækkað það mikið að margir þeirra sem áður voru skattlausir greiða nú skatt. Það eru launamenn sem sitja eftir í skattkerfinu á meðan peningamenn flytja sína peninga til annarra landa og eru ekki þátttakendur í rekstri þjóðfélagsins, einungis neytendur. Persónuafsláttur hefur ekki hækkað í samræmi við verðbólgu, vaxtabætur minnkað, barnabætur lækkað, skerðingarmörk öryrkja og aldraðra aukist. Það eru ákvarðanir stjórnvalda sem hafa mest áhrif á kaupmátt og ekki síst hjá þeim lægst launuðu. Nær öll vestræn ríki hafa aukið jöfnunaráhrif skatt- og velferðarkerfa sinna á meðan við höfum stefnt í öfuga átt hér. Skattleysismörkin eru sá þáttur skattkerfisins sem helst jafnar tekjuskiptinguna þegar aðeins er eitt skattþrep. Ef skattleysismörk fylgja ekki launavísitölu er gengið í átt til aukins ójafnaðar í tekjuskiptingunni á Íslandi. Einnig hafa frítekjumörk og skerðingarákvæði stjórnvalda valdið fátæku fólki hér á landi miklum skaða. Það er eins og sumir forsvarsmanna Sjálfstæðisflokksins skammist sín fyrir þróun efnahagsmála. Á svona ráðstefnum og í stórblöðum erlendis hrósa þeir sér af því að hafa haft sjónarmið frjálshyggju að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu á Íslandi og náð lengra en þau ríki sem talin eru hafa náð lengst í þessum málum. Þeir vilja alls ekki kannast við árangur sinn hér á landi, eins og kemur fram í raðgreinum Hannesar Hólmsteins í Fréttablaðinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun