Guðdómlegt góðgæti 28. apríl 2007 00:01 Sælgætishátíðin mikla er hafin. Hvernig væri að gera sitt eigið holla súkkulaði? Hér er einföld og fljótleg uppskrift að súkkulaði sem er ekki bara gott heldur beinlínis hollt. Súkkulaði 1 bolli kaldpressuð kókosolía ½ bolli agave-síróp 1 bolli kakóduft (helst lífrænt) Látið heitt vatn renna á kókosolíukrukkuna í smástund, svo að olían verði fljótandi og hellið henni síðan í skál. Hellið agave-sírópinu út í og hrærið saman. Sigtið síðan kakóduftið út í og hrærið öllu saman. Setjið hræruna í lítil klakabox eða önnur mót og stingið þeim inn í ísskáp. Einnig er hægt að búa til súkkulaðiegg með því að smyrja blöndunni inn í páskaeggjamót. Þunnt lag er þá sett í einu í formin og þeim stungið inn í ísskáp/frysti á milli til að láta súkkulaðið storkna. Hægt er að setja út í blönduna vanillu, myntu, hnetur, rúsínur og hvað annað sem hugurinn girnist til að auka og bæta bragðið. Kakóbaunirnar eru stundum kallaðar fæða guðanna því þær eru fullar af heilsusamlegum efnum. Matur Uppskriftir Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið
Hér er einföld og fljótleg uppskrift að súkkulaði sem er ekki bara gott heldur beinlínis hollt. Súkkulaði 1 bolli kaldpressuð kókosolía ½ bolli agave-síróp 1 bolli kakóduft (helst lífrænt) Látið heitt vatn renna á kókosolíukrukkuna í smástund, svo að olían verði fljótandi og hellið henni síðan í skál. Hellið agave-sírópinu út í og hrærið saman. Sigtið síðan kakóduftið út í og hrærið öllu saman. Setjið hræruna í lítil klakabox eða önnur mót og stingið þeim inn í ísskáp. Einnig er hægt að búa til súkkulaðiegg með því að smyrja blöndunni inn í páskaeggjamót. Þunnt lag er þá sett í einu í formin og þeim stungið inn í ísskáp/frysti á milli til að láta súkkulaðið storkna. Hægt er að setja út í blönduna vanillu, myntu, hnetur, rúsínur og hvað annað sem hugurinn girnist til að auka og bæta bragðið. Kakóbaunirnar eru stundum kallaðar fæða guðanna því þær eru fullar af heilsusamlegum efnum.
Matur Uppskriftir Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið