Láta til sína taka á evrópskum bankamarkaði 28. apríl 2007 06:30 Hannes Smárason FL hefur eignast þriggja prósenta hlut í öðrum stærsta banka Þýskalands, Commerzbank. Þetta er hlutur sem metinn er á rúma 63 milljarða króna. Bankinn er að mati Hannesar á góðu verði sem endurspeglar ekki þann viðsnúning sem hefur orðið á rekstri bankans heima fyrir og erlendis. Í fyrra hagnaðist þýski bankinn um 140 milljarða króna. „Okkur finnst evrópski bankageirinn í heild spennandi og teljum að ýmislegt eigi eftir að gerast hvað varðar samruna og yfirtökur á næstu misserum.“ Forsvarsmenn FL líta á kaupin í Commerzbank sem spennandi kosti án þess að næstu skref hafi þar verið ákveðin, en segja þó að fleiri fjárfestingar í fjármálageiranum séu til skoðunar. Commerzbank er önnur stærsta eignin í eignasafni FL á eftir tæplega þriðjungshlut í Glitni. FL Group skilaði 15,1 milljarðs hagnaði á fyrsta ársfjórðungi en greiningardeildir Glitnis og Kaupþings höfðu reiknað með að afkoma félagsins yrði í kringum tólf milljarða króna. Góða afkomu má þakka að stórum hluta gengishagnaði af Glitnishlutnum. Hagnaður jókst um 158 prósent á milli ára. Ársfjórðungurinn var sá fyrsti sem FL starfar sem hreint fjárfestingarfélag - án tengingar við rekstrarfélög á borð við Icelandair. Arðsemi eigin fjár var 42,4 prósent á ársgrundvelli. Fjárfestingatekjur gáfu um 15,6 milljarða króna, en rekstrargjöld námu 883 milljónum króna. „Við áttum góðu gengi að fagna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og óskráðar fjárfestingar okkar ganga vel,“ segir forstjórinn Hannes Smárason og er bjartsýnn um góðan hagnað fyrir árið í heild. Stærstu óskráðu fjárfestingar félagsins liggja annars vegar í House of Fraser og hins vegar í Refresco sem óx hratt á fjórðungnum samfara þremur yfirtökum. Hollenska félagið er nú orðið stærsti drykkjarvöruframleiðandi Evrópu. Hannes telur að nýleg fyrirtækjakaup hafi aukið mjög virði Refresco og bendir á að margfaldarar sem notaðir eru við kaup á félögum í geiranum hafi verið hækka. Velta Refresco er áætluð 1,1 milljarður evra á þessu ári og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) um 100 milljónir evra. Efnahagsreikingur FL stóð í 303 milljörðum í lok árs og óx um 15 prósent frá ársbyrjun. Eigið fé var um 142 milljarðar og stóð í stað, enda nam arðgreiðsla fyrir síðasta ár um fimmtán milljörðum króna. Bréf í FL enduðu vikuna í 29,5 krónum á hlut og hækkuðu um 1,5 prósent í gær. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
FL hefur eignast þriggja prósenta hlut í öðrum stærsta banka Þýskalands, Commerzbank. Þetta er hlutur sem metinn er á rúma 63 milljarða króna. Bankinn er að mati Hannesar á góðu verði sem endurspeglar ekki þann viðsnúning sem hefur orðið á rekstri bankans heima fyrir og erlendis. Í fyrra hagnaðist þýski bankinn um 140 milljarða króna. „Okkur finnst evrópski bankageirinn í heild spennandi og teljum að ýmislegt eigi eftir að gerast hvað varðar samruna og yfirtökur á næstu misserum.“ Forsvarsmenn FL líta á kaupin í Commerzbank sem spennandi kosti án þess að næstu skref hafi þar verið ákveðin, en segja þó að fleiri fjárfestingar í fjármálageiranum séu til skoðunar. Commerzbank er önnur stærsta eignin í eignasafni FL á eftir tæplega þriðjungshlut í Glitni. FL Group skilaði 15,1 milljarðs hagnaði á fyrsta ársfjórðungi en greiningardeildir Glitnis og Kaupþings höfðu reiknað með að afkoma félagsins yrði í kringum tólf milljarða króna. Góða afkomu má þakka að stórum hluta gengishagnaði af Glitnishlutnum. Hagnaður jókst um 158 prósent á milli ára. Ársfjórðungurinn var sá fyrsti sem FL starfar sem hreint fjárfestingarfélag - án tengingar við rekstrarfélög á borð við Icelandair. Arðsemi eigin fjár var 42,4 prósent á ársgrundvelli. Fjárfestingatekjur gáfu um 15,6 milljarða króna, en rekstrargjöld námu 883 milljónum króna. „Við áttum góðu gengi að fagna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og óskráðar fjárfestingar okkar ganga vel,“ segir forstjórinn Hannes Smárason og er bjartsýnn um góðan hagnað fyrir árið í heild. Stærstu óskráðu fjárfestingar félagsins liggja annars vegar í House of Fraser og hins vegar í Refresco sem óx hratt á fjórðungnum samfara þremur yfirtökum. Hollenska félagið er nú orðið stærsti drykkjarvöruframleiðandi Evrópu. Hannes telur að nýleg fyrirtækjakaup hafi aukið mjög virði Refresco og bendir á að margfaldarar sem notaðir eru við kaup á félögum í geiranum hafi verið hækka. Velta Refresco er áætluð 1,1 milljarður evra á þessu ári og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) um 100 milljónir evra. Efnahagsreikingur FL stóð í 303 milljörðum í lok árs og óx um 15 prósent frá ársbyrjun. Eigið fé var um 142 milljarðar og stóð í stað, enda nam arðgreiðsla fyrir síðasta ár um fimmtán milljörðum króna. Bréf í FL enduðu vikuna í 29,5 krónum á hlut og hækkuðu um 1,5 prósent í gær.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira