Guacamole-nasl frá Gullu 26. júlí 2007 01:15 Guðlaug Halldórsdóttir bar fram guacamole-nasl sem forrétt. fréttablaðið/valli Hönnuðurinn Guðlaug Halldórsdóttir er næsti gestur Völu í Mat og lífsstíl. „Eins og allir sem hafa verið í þáttunum er Gulla, eins og hún er oftast kölluð, mjög skapandi og skemmtileg í eldhúsinu,“ sagði Vala. Einn af þeim réttum sem Gulla býður upp á í þætti kvöldsins er guacamole, sem hún segir að sé gott að borða við ýmis tækifæri, til dæmis sem forrétt. „Það er einmitt þannig sem hún ber það fram í þættinum, sem svona snarl á undan grillmat,“ sagði Vala. Hún var afar hrifin af guacamole-rétti Gullu, sem er nokkurs konar útfærsla á venjulegu guacamole. „Þetta var alveg dýrindis matur. Ég sagði við Gullu að ég hefði alveg verið sátt við að borða þetta eingöngu, þetta var svo gott,“ sagði Vala og hló við. „Maður rífur þetta svolítið í sundur með fingrunum, sem var ótrúlega þægilegt,“ bætti hún við. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp
Hönnuðurinn Guðlaug Halldórsdóttir er næsti gestur Völu í Mat og lífsstíl. „Eins og allir sem hafa verið í þáttunum er Gulla, eins og hún er oftast kölluð, mjög skapandi og skemmtileg í eldhúsinu,“ sagði Vala. Einn af þeim réttum sem Gulla býður upp á í þætti kvöldsins er guacamole, sem hún segir að sé gott að borða við ýmis tækifæri, til dæmis sem forrétt. „Það er einmitt þannig sem hún ber það fram í þættinum, sem svona snarl á undan grillmat,“ sagði Vala. Hún var afar hrifin af guacamole-rétti Gullu, sem er nokkurs konar útfærsla á venjulegu guacamole. „Þetta var alveg dýrindis matur. Ég sagði við Gullu að ég hefði alveg verið sátt við að borða þetta eingöngu, þetta var svo gott,“ sagði Vala og hló við. „Maður rífur þetta svolítið í sundur með fingrunum, sem var ótrúlega þægilegt,“ bætti hún við.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp