Viðskipti innlent

Landsvirkjun hagnaðist um 19 milljarða króna

MYND/Stefán

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 nam hagnaður af rekstri Landsvirkjunar rúmlega 19 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var 5.469 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 4.026 milljónum króna.

Í frétt á vefsíðu Kauphallarinnar segir m.a. að afkoma Landsvirkjunar ráðist að verulegu leyti af þróun á gengi íslensku krónunnar en stór hluti langtímaskulda fyrirtækisins eru í erlendri mynt. Gengishagnaður tímabilsins nam 18,6 milljörðum króna.

Breytingar eru á árshlutareikningnum vegna upptöku alþjóðlegra

reikningsskilastaðla. Breytingin hefur þau heildaráhrif á eigið fé

samstæðunnar að bókfært eigið fé í ársbyrjun 2007 hækkar um 19,9 milljarða króna eða úr 62,7 milljörðum króna í 82,6 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×