Viðskipti innlent

Glitnir fær leyfi til viðskiptabankastarfsemi í Finnlandi

MYND/Heiða

Glitnir hefur fengið leyfi til að stunda viðskiptabankastarfsemi í Finnlandi. Það er félagið FIM Group Corporation, sem verið hefur í eigu Glitnis frá því í mars, sem fær leyfið frá finnska finnska fjármálaeftirlitinu frá og með 1. október en um leið mun fyrirtækið taka til starfa undir merkjum Glitnir Bank Ltd. í Finnlandi.

Félagið hefur hingað til boðið upp á eignastýringu, verðbréfamiðlun og fjárfestingabankaþjónstu fyrir fagfjárfesta og einstaklinga en með nýja starfsleyfinu mun almenn viðskiptabankastarfsemi bætast við eftir því sem segir í tilkynningu frá Glitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×