Einstaklingsmiðuð einkaþjálfun 12. júlí 2007 01:00 Haraldur Magnússon osteopati segir það mikið atriði að þjálfa líkamann út frá jafnvægi og líkamsstöðu hvers og eins. MYND/Vilhelm Í Íþróttaakademíunni í Keflavík verður kennd ný nálgun að einkaþjálfunarnámi frá og með komandi vetri þar sem áhersla er lögð á að vinna út frá jafnvægi og líkamsstöðu. Haraldur Magnússon er osteopati og kennir einkaþjálfun við Akademíuna. „Það má segja að þetta sé ósköp venjuleg einkaþjálfun sem snýst um að meðhöndla hvern og einn eftir því hvar veikustu hlekkirnir eru í líkamanum,“ segir Haraldur og bætir því við að það sé nokkur breyting frá því sem verið hefur. „Þú kemur bara til einkaþjálfara og segir honum hvað þú vilt gera; léttast, styrkjast, grennast eða eitthvað slíkt og færð þá æfingakerfi upp úr bunka eftir því.“ Haraldur segir hins vegar að nýja hugmyndafræðin sé persónumiðuð og leitist við að rétta úr líkamsstöðunni og hafa jákvæð áhrif á hana ásamt því auðvitað að styrkja líkamann. „Það sem er mikilvægast í þessu er að áður en byrjað er að æfa fer hver og einn í gegnum stoðkerfagreiningu til að finna út hvaða áherslur þarf að hafa í þjálfuninni. Til dæmis ef önnur öxlin liggur ofar en hin eða aftar þá veit ég að ákveðnir vöðvar þurfa teygju á móti hinum. Eins eru hugsanlega einhverjar æfingar sem þarf að forðast en aðrar sem leggja þarf sérstaka áherslu á á móti,“ segir Haraldur og bætir við: „Æfingunum er þá raðað upp með það að markmiði að líkaminn nær jafnvægi, líkamsstaðan jafnast og fólki líður betur fyrir vikið.“ Haraldur segir alla helstu einkaþjálfara heims vera búna að taka upp þessar persónumiðuðu aðferðir og nú sé loks verið að innleiða þær hér á landi. „Það verður dálítið breytt fyrirkomulag á einkaþjálfunarkennslunni í vetur því við ætlum að minnka áhersluna á akademíska þáttinn en auka á móti verklega þáttinn, enda er þetta verklegt starf,“ segir Haraldur osteopati að lokum. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning
Í Íþróttaakademíunni í Keflavík verður kennd ný nálgun að einkaþjálfunarnámi frá og með komandi vetri þar sem áhersla er lögð á að vinna út frá jafnvægi og líkamsstöðu. Haraldur Magnússon er osteopati og kennir einkaþjálfun við Akademíuna. „Það má segja að þetta sé ósköp venjuleg einkaþjálfun sem snýst um að meðhöndla hvern og einn eftir því hvar veikustu hlekkirnir eru í líkamanum,“ segir Haraldur og bætir því við að það sé nokkur breyting frá því sem verið hefur. „Þú kemur bara til einkaþjálfara og segir honum hvað þú vilt gera; léttast, styrkjast, grennast eða eitthvað slíkt og færð þá æfingakerfi upp úr bunka eftir því.“ Haraldur segir hins vegar að nýja hugmyndafræðin sé persónumiðuð og leitist við að rétta úr líkamsstöðunni og hafa jákvæð áhrif á hana ásamt því auðvitað að styrkja líkamann. „Það sem er mikilvægast í þessu er að áður en byrjað er að æfa fer hver og einn í gegnum stoðkerfagreiningu til að finna út hvaða áherslur þarf að hafa í þjálfuninni. Til dæmis ef önnur öxlin liggur ofar en hin eða aftar þá veit ég að ákveðnir vöðvar þurfa teygju á móti hinum. Eins eru hugsanlega einhverjar æfingar sem þarf að forðast en aðrar sem leggja þarf sérstaka áherslu á á móti,“ segir Haraldur og bætir við: „Æfingunum er þá raðað upp með það að markmiði að líkaminn nær jafnvægi, líkamsstaðan jafnast og fólki líður betur fyrir vikið.“ Haraldur segir alla helstu einkaþjálfara heims vera búna að taka upp þessar persónumiðuðu aðferðir og nú sé loks verið að innleiða þær hér á landi. „Það verður dálítið breytt fyrirkomulag á einkaþjálfunarkennslunni í vetur því við ætlum að minnka áhersluna á akademíska þáttinn en auka á móti verklega þáttinn, enda er þetta verklegt starf,“ segir Haraldur osteopati að lokum.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning