Er uppbygging ökunáms röng? 12. júlí 2007 06:00 Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort röng uppbygging ökunáms sé orsök glannaaksturs unglinga er sjónarmið sem fleygt var fram í grein sem nýlega birtist í Fréttablaðinu. Sú hugsun var jafnframt sett fram að kostur fylgir að lækka ökuleyfisaldurinn því þá séu börnin ekki eins mótuð og taki því betur leiðbeiningum. Það kann að vera að margt megi betur fara í uppbyggingu og skipulagi ökunáms hér á Íslandi. Uppbygging ökunáms er ólík eftir löndum. Eins og fram kom í umræddri grein þá fá ungmenni í sumum ríkjum Bandaríkjanna ökuprófið fyrr en tíðkast hér á landi en þurfa að uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði til þess að geta fengið full réttindi. Tilfinning mín er sú að umferðaröryggi á Íslandi standist illa samanburð við nágrannaþjóðir okkar. Vissulega má finna svæði þar sem umferðarmenning er vafasöm. Við akstur á erlendri grund minnist ég þess ekki að hafa upplifað tillitsleysi eða hættuástand. Slík reynsla er hins vegar ekki óalgeng hér á landi. Þótt eitthvað ákveðið ökunámskerfi hafi reynst vel úti í heimi er ekki þar með sagt að það reynist árangursríkt hér á landi. Einstök atriði sem gefið hafa góða raun annars staðar mætti skoða með það fyrir augum að taka upp í einhverri mynd. Sem dæmi nefnir greinarhöfundur að ungum ökumönnum leyfist ekki að hafa jafnaldra sína í bílnum aðra en fjölskyldumeðlimi fyrr en þeir hafa náð 21 árs aldri. Vandinn við þetta er sá að erfitt gæti reynst að framfylgja svona reglu. Ofsaakstur er ekki ökunáminu um að kenna eða uppbyggingu þess. Vandinn felst fyrst og fremst í viðhorfi ákveðins hóps ökumanna til annarra vegfarenda, skorti á virðingu, aga og dómgreindarleysi. Með það í huga að hegðun þessara ökumanna í umferðinni er hættuleg sjálfum þeim og öðrum og þá staðreynd að 17 ára ungmenni eiga talsvert í land með að ná fullum tilfinninga- og félagsþroska væri til bóta að hækka lágmarksaldur til ökuleyfis í 18 ár þegar einstaklingurinn verður jafnframt sjálfráða. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar